Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 68
62
MORGUNN
snart ýmsa fundarmenn, t. d. Gunnar Kvaran, og lýsi-
platan sveif rétt við andlit frú Lilju og Kr. D., og þrýst-
ist á munn honum, líkt og þrýst væri kossi. — Þá kom
Míka; leyfði að kveikja rauða ljósið. Alt af meðan
lúðurinn hreyfðist, hélt Kr. D. í hönd miðilsins og fann
vel, að hann hreyfði sig ekki, nema kippir, sem komu
í höndina, er hann var að falla í trance. En þegar
Míka kom, slepti hann hendinni og Míka stóð upp og
ávarpaði fundarmenn með grípandi ræðu. Gekk þá til
Kvaranshjóna, ávarpaði þau fögrum viðurkenningarorð-
um fyrir starf þeirra og síðan einnig frú Aðalbjörgu.
Bað þá setja stólinn í byrgið og setúst inn. Brátt fóru
að koma líkamningar mjög margar og ört, svo ekki
varð komið tölu á, með því að ekki varð ritað sam-
stundis. Fyrst kom Agnete, þá Elísabet, Míka, Jella,
Jóhannes, Saxonía (karlvera), Rósa (alt aukastjórn-
endur miðilsins). Slæður voru miklar og mjög fagrar.
Flestar komu tvisvar og þrisvar og vel út á gólfið.
Agnete lagði hönd á öxl Gunnari Kvaran; sá hann
vel höndina og að það var kvenhönd, og hún kysti
á kinn honum. — Elísabet bauð fundarmönnum kjósa
sér, að hún sækti eitthvað. Var stungið upp á ein-
hverju utan af gangi. Á eftir fanst hálsklútur Sveins
M. Sveinssonar, sem hafði verið í frakkavasa hans
úti á gangi. Eftir að Sveinn skildi frakkann eftir úti
á gangi, kom E. N. ekki út á ganginn fyrir fundar-
byrjun, en alt af voru einhverjir að tala við hann inni-
Innan úr byrginu heyrðust nefnd nöfn ýmsra viðstaddra
ástvina síra Har. Níelssonar: Soffía, Guðrún, Dungal,
Siggi minn. Míka sagði, að hann væri þar inni, en vseri
svo hrærður, af því svo margir ástvinir hans væru við,
að hann hefði ekki nógan kraft. Rétt á eftir fann Kr.
D. tekið í hönd sína innan úr byrginu (með tjalddúk-
inn á milli), og sagt um leið „síra Kristinn“, með lík-
um rómi síra Haralds. Þá bað Míka að slíta fundi, kraft-
ur ekki nógur; bað syngja tvö vers og lesa faðir vor.