Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 100
94
M0K6UNN
ar dularfullu reynslu vitundarinnar, en Eddington hef-
ir tilhneigingu til þess að ætla, að mennirnir séu á þess-
um tíma æðst líftegund á hnöttum.
Árborg, Man., 12. des. 1930.
Ragnar E. Kvaran.
Spíritisminn Mr. Hannen Swaffer, enski blaðamaður-
og enska inn, sem á síðari árum hefir gerst einn
biskupakirkjan. af öflugustu talsmönnum spíritismans á
Englandi, og fyrir nokkurum mánuðum var boðinn til
Danmerkur til þess að flytja þar erindi, segir svo frá
í ensku blaði:
„Eg talaði nýlega einn sunnudag í sveitakirkju í
Northhamptonskíri, af því að sóknarpresturinn þar ósk-
aði þess, að söfnuður sinn yrði fræddur um þær stað-
reyndir, sem sanna framhaldslífið. Síðdegis fór hann
með mig í skóla, þar sem ungum mönnum var kend
biblíufræði. Þeir hlustuðu með kurteisi og gaumgæfni
á söguna af Margery Crandon og söguna af Conan
Doyle. Presturinn hélt mér langt fram á nótt til þess
að tala við mig um spíritismann. Hann sagði, að á
nokkurum síðustu árunum hefði hann talað í 600 pré-
dikunarstólum ensku biskupakirkjunnar, og talað uw
spíritismann við alla presta þessara kirkna. Af þess-
um prestum hefðu um 90 af hundraði orðið fyrir sál-
rænni reynslu. Presturinn talaði um það, hvernig spírit-
isminn væri á þessum tímum að opna augu mannkyns-
ins. Hann síast inn smátt og smátt, og með þeim hætti
gagnsýrir hann hugsanir mannanna, en að iokum verð-
ur hann ekki nefndur spíritismi".