Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 93
MORGUNN
87
inn markmiðið eða hámarkið, sem þessi eyðslusemi efn-
is, rúms og tíma stefnir að?
Um stjörnufræðina og líkindin fyrir lífi á öðrum
hnöttum er það að segja, að stjörnufræðingar líta svo
á, að svarið við þeirri spurningu sé raunar ekki við-
komandi fræðigrein þeirra, en þar fyrir hafa þeir manna
mest brotið heilann um það. Og allir viðurkenna þeir,
að frá sér sé um enga fræðslu að ræða aðra en þá, sem
felist í óbeinum bendingum athugana þeirra. Þá ligg-
ur það einnig í hlutarins eðli, að stjörnfræðingurinn get-
ur engar bendingar gefið um það líf, sem kynni að vera
einhversstaðar til, en háð gjörsamlega ólíkum skilyrð-
um þeim, sem það hlýðir á jörðu. Hann getur ein-
ungis bent á, hvar líkindi séu fyrir lífi, ef það lúti sömu
lögum og skilyrðum og það gjörir hér hjá oss.
Að sjálfsögðu verða reikistjörnurnar, systur jarð-
arinnar, fyrst fyrir hugsuninni. Um þær er það að segja,
að Venus og Marz koma einar til greina. Og mönnum
virðist Venus vera, eftir því, sem unt er að gjöra sér
grein fyrir, hentug fyrir líf, er svipi til lífs á jörð-
unni. Hún er á líkri stærð og jörðin, nær sólunni, en að
Hkindum ekki heitari og andrúmsloftið er nægilega þétt.
En ljósrofs-mælingar hafa leitt í ljós, að ekkert súr-
efni er í efri lögum andrúmsloftsins, og þykir það benda
til þess, að nokkur vafi sé á því, að óbundið súrefni se
til á stjörnunni. En rannsóknir eru ekki lengra komnar
en svo, að menn hika við að draga úrslita-ályktun um
það efni. En sá er og annar ljóður á ráði Venusar, að
mjög örðugt er að athuga yfirborð hennar sökum þess,
að hún er gjörsamlega umvafin skýjabelti. Fyrir þessa
sök vita menn ekki gjörla um snúningshraða hennar, né
hvernig öxullinn liggur. En í einu efni er Venus verulega
frábrugðin jörðunni. Hún hefir ekkert tungl. Og í sam-
bandi við það varpar Eddington fram hugmynd, sem
hann vill þó ekki sjálfur gera mikið úr.
Ýmsir halda því fram, að sú hin mikla hvilft í jörð-