Morgunn - 01.06.1931, Síða 8
2
MORGUNN
Eg kannast mjög vel við þessar staðhæfignar úr
minni eigin reynslu. Þeir framliðnir menn, sem við okk-
ur töluðu fyrir miðilshæfileika Indriða Indriðasonar,
héldu yfirleitt þessu fram. Það er hugsanlegt, að miðils-
hæfileiki Indriða hafi ekki verið sérstaklega vel lagað-
ur fyrir frásagnir úr öðrum heimi. Hann var fyrst og
fremst miðill fyrir fýsisk fyrirbrigði, líkamningar, ljós-
sýningar, flutninga, sjálfstæðar raddir, og vafalaust
líka lækningar, ef hann hefði verið sérstaklega notað-
ur til þeirra. Hann var í öðru lagi, en ekki á jafn-háu
stigi, miðill fyrir endurminningasannanir. Þar með er
ekki sagt, að krafturinn hafi verið hentugur til að lýsa
lífi framliðinna manna. Því fer fjarri, að þetta fari æf-
inlega saman. Sálræni hæfileikinn virðist hafa tilhneig-
ing til sérstakrar sundurliðunar, og ein grein hans virð-
ist stundum útrýma annari. Til dæmis að taka, missa
sumir menn þá skygnigáfu, sem þeir hafa haft, þegar
hæfileikinn til líkamninga þroskast hjá þeim. Og held-
ur mun það fágætt hjá miðlum fýsisku fyrirbrigðanna,
að þar komi mikið af frásögnum frá öðru lífi. Svo að
það má vel vera, að stjórnendum Indriða Indriðason-
ar hafi veitt örðugt að koma slíkum frásögnum fram
hjá honum.
Annars ætla eg við það að kannast, að eg hafði þá
vini okkar grunaða um, að þeir gætu stundum sagt okk-
ur meira en þeir vildu. Hitt og annað virtist á það benda.
Eg skal geta um þrent. Hvað eftir annað létu þeir það
uppi, að sumum spurningunum, sem við lögðum fyrir þá,
mættu þeir ekki svara. Ef einhverjum varð það á, að
gerast ofurlítið óþolinmóður og leita nokkuð fast eftir
svari, þá var okkur bent á það með fullri festu, að
okkar væri að þiggja það, sem við fengjum, og að
okkur væri alls ekki ætlað að segja þeim fyrir um það,
hverjum spurningum þeir svöruðu. Annað var það, að
aðalstjórnandinn, Konráð, virtist gæta þess vandlega, að
við fengjum enga vitneskju um þann mun, sem kynnu