Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 32
26
MORGUNN
um finnist þessi barnaskapur vera rök. Hið sögulega
samhengi kristninnar mundi ekki raskast hið allra
minsta, þótt enginn mintist framar á postullega trúar-
játningu. Það samhengi á ekkert skylt við slíkt skjal.
Hið sögulega samhengi felst í því lífi, sem sprottið hef-
ir fram af kristnum hugsunum. Það líf hefir verið með
margvíslegu móti á öldunum, því að ávextir kristin-
dómsins verða að sjálfsögðu með margvíslegum hætti,
eftir því sem menningarlegi jarðvegurinn er, sem leit-
ast er við að rækta. En það er furðulega skammsýnt af
þeim mönnum, sem vaxnir eru upp í lútherskri kirkju,
er spratt upp úr sjálfri hinni miklu byltingu — siðaskifi>
unum —, er rauf með risaátaki alt ytra samhengi kirkj-
unnar, að ímynda sér, að alt hljóti að riðlast, þótt menn
leggi eina gamla játningu þar, sem bezt fer um hana
— á hilluna.
Eins og ummæli þau, sem vitnað hefir verið í eftir
hr. S. Á. G., bera með sér, þá finst höfundinum nauð-
synlegt að komast svo að orði, að þeir menn séu ,,frá-
bitnir kristinni trú“, sem ekki fella sig við orðalag trú-
arjátningarinnar. Hér er svo afdráttarlaust að orði kom-
ist, að þeim, sem ritar á þessa leið, hlýtur að vera mjög
heitt í skapi. Það kennir meiri heiftar í þessu en manni
finst tilefni vera gefið til.
Eg hefi verið að velta því fyrir mér, hvernig á
þessu muni standa, því að vér, sem ekki erum aldir upp
í lútherskum rétt-trúnaði, getum ekki að því gjört, að
oss finst dálítið broslegt að týgjast herklæðum og ganga
með alvæpni í grimmum hug gegn óvinum blessaðrar
trúarjátningarinnar. Slíkur riddaraskapur minnir oss á
ekkert meira en Don Quixote og baráttu hans við vind-
mylnurnar. Trúar iátningin skiftir svo litlu máli fyrir
framtíð kristindómsins, að nærri liggur, að hún skifti
engu máli.
Sannleikurinn er sá, að hér er um tvenns konar við-
horf að ræða, sem eru svo ólík, að ekki er líklegt, að