Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 44
38
M0R6UNN
af starfi hans, en með því er ekki sagt nema brot eitt
af því, er fyrir honum hefir vakað.
Þá eru enn aðrir, sem líta á Jesú fyrst og fremst
sem umbótamann á þjóðfélagssviðinu, spámann Drott-
ins, er boðaði réttlæti og miskunnsemi og mannkærleika
í hinu komandi ríki framtíðarinnar. Fyrir þennan boð-
skap hafi Jesús látið lífið. Þetta er óneitanlega alveg
rétt og sönn mynd, og það er líka rétt, sem oft er bent
á, að saman við guðsríkisboðun Jesú fléttuðust hug-
myndir um heimsslit, er fyrir dyrum stæðu. En boð-
skapur Jesú um bræðrafélag mannanna er þó ekki ann-
að en afleiðing af öðru, sem er dýpst og inst í skilningi
hans á lífinu.
Naumast er þörf á að minnast í þessu sambandi á
þær hugmyndir, sem lengi hafa ríkt um Jesú sem aðra
persónu þrenningarinnar. Þessi forna gríska tilraun til
þess að gjöra sér grein fyrir persónuleika Jesú í sam-
ræmi við heimspeki þátímans, er mjög virðingarverð,
en hún á naumast lengur mikið erindi til manna. Jesús
er fyrst og fremst söguleg persóna. Og furðulegast við
þessa persónu er, að hann gat aldrei nokkurn mann,
konu eða barn litið, án þess að finna til þess, að þarna
væri eitthvað svo óendanlega dýrmætt í'ólgið, að öll
veröldin væri ekki meira virði, en þetta hvert fyrir sig-
Hver einasta manneskja verður í hans augum miðstöð
tilverunnar. Hvert mannsbarn býr yfir einhverju, sem
Drotni tilverunnar finst svo mikils virði, að alt, sem
þeim er gott gjört til þess að létta fyrir þeim möguleik-
ana til þess að þroskast og lofa því að ná fullum blóma,
sem með þeim felst, er sem Drotni sjálfum væri gjört
það. Þetta er rauði þráðurinn svo að segja í hverri einustu
dæmisögu hans; því nær hver lýsing hans fjallar um þetta;
sjálfir himnarnir fagna í hans augum í hvert skifti, sem
einhverjum manni tekst að skipa lífi sínu þannig, að
horfi til blessunar og framfara; sjálfur guð almáttug-
ur finnur til og þjáist í hvert skifti sem mannssál er að