Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 113
MORGUNN
107
fínðrés P. Böðuarsson.
Hann var merkilegur maður í sálarrannsóknamálinu
hér, og hefði þó vafalaust meira að honum lcveðið, ef á-
stæður allar hefðu ekki gert sálrænum hæfileikum hans
svo örðugt að njóta sín.
Framan af æfinni, alt frá barnæsku, var hann mikið
skygn. Það var auðvitað barið niður, oft með harðneskju.
Hann naut ekki þeirra hlunninda fyr en eftir að hann
var orðinn fulltíða maður og kvæntur, að vera samvistum
við nokkurn mann, er bar skyn á þá hæfileika, sem hann
hafði mest þegið af sjálfur, náðargáfurnar, sem Páll post-
uli talar um. Þetta vanþekkingarumhverfi verkaði svo á
hann, að hann varð beinlínis andvígur öllum hugsunum
um nokkurt samband við annan heim eða áhrif þaðan.
Andrés P. Böðvarsson er nokkuð kunnur lesendum
Morguns. Sjálfur ritaði hann grein um sálræna reynslu
sína í Morgun VII, bls. 31—45, og kona hans, frú Salvör
Ingimundardóttir, ritaði í Morgun IX, bls. 103—118, á-
gæta grein um það kynlega og óvenjulega ástand, sem
A. P. B. oft var í, áður en byrjað var á reglubundnum mið-
ilstilraunum með hann. í ]>essari ritgjörð sinni skýrir
Andrés frá því, að konan hans hafi alt af haft annan
skilning á sálrænni reynslu hanis en hann hafði sjálfur
framan af. Hún hélt, að hún stafaði frá öðrum heimi.
„Þrátt fyrir ]>að, að konan mín hélt þessari skoðun fram“.
segir hann, „og þrátt fyrir það, að sú skoðun hennar
styrktist mjög af viðtali við einn af allra-helztu læknum
landsins, ]>á gat jeg ekki fallist á hana. Hugur minn reis
gegn ]>ví eins og hverri annari fjarstæðu, sennilega eink-
um fyrir alt það uppeldi, sem eg hafði fengið, og ]>að
umhverfi, sem eg hafði verið í, að það gæti komið til
mála, að eg stæði í nokkuru sambandi við annan heim“.