Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 65
MORGUNN
59
Kristjánsdóttir, frú Kristjana Árnadóttir, Snæbjörn
Arnljótsson, ísleifur Jónsson, frú Guðrún Guðmunds-
dóttir, frk. Ág-ústa Þorsteinsdóttir, Kristinn Daníelsson.
Fundarbyrjun eins og áður var lýst. Slökt ljós, söng-
ur og bæn, og þá aftur sungið og leikið á hljóðfæri á
víxl. Brátt sáu fundarmenn lúðurinn hreyfast á lofti, og
heyrðu talað í hann, en ekki greindust orðaskil. Sum-
um heyrðist sagt: ,,Nú gengur það“. Miðillinn, enn ekki
fallinn í miðilsdá, segist verða var við anda, spyr, hvort
fundarmenn sjái ekkert. Enginn sér, en ýmsir finna
tekið á sér, þar á meðal Kr. D., sem fann tekið á hönd
sér og stutt á kné sér. Miðillinn fellur í svefn, og aðal-
stjórnandinn, Míka, kemur, og segir fyrir um fundina
eftirleiðis, þegar farið verði að veita fleirum aðgang.
Það megi hafa 7 í innri hring, 'tvo af hinum nýju, auk
hinna fimm föstu. Biður um, að hljóðfærið og söngurinn
skiftist á, en fari ekki saman; það eigi að biðja bæn á
undan, og Kr. D. skuli gjöra það. — Þá kemur Elísabet
og talar lengi, og víkur vingjarnlega að öllum fundar-
mönnum, segist munu læra að þekkja þá alla; talar við
ýmsa um einkamál, sem ekki hlýðir að bii*ta. Þegar
hún lýkur tali, kemur Míka aftur. Lætur hann frú
Lilju og og Kr. D. skifta um sæti, svo eftir það sat hann
Uæstur miðlinum og hélt í hönd hans, þangað til hann
fór inn í byrgið. Leyfði hann að kveikja á minna ljósinu
og settist inn í byrgið, en sagði, að ef ekkert væri komið
eftir 20 mínútur, skyldi slíta fundi. Frú Matthildur gætti
klukkunnar. Brátt heyrðust hréyfingar inni í byrginu, og
fleiri raddir tala, en ekki orðaskil. Kr. D. heyrði glögt
2 raddir tala í einu, aðra háa og mjóa, hina lága og
dimma; sumir aðrir fundarmenn töldu sig heyra fleiri
raddir. Raddirnar þögnuðu, og tíminn var liðinn, og
skyldi slíta fundi. Þá heyrðust högg inni í byrginu; bað
Einar H. Kvaran gefa merki með höggum, ef hætta
skyldi, og var því með höggunum svarað játandi. Míka
boðaði, að Har. Níelsson mundi koma, ekki þó í kvöld,