Morgunn - 01.06.1931, Page 16
10
M 0 R G U N N
að rúmið sé ekki til í meðvitund þeirra, heldur þvert
á móti.
Um tímann er það að segja, að það er alls ekki
sjálfsagt, að hvarvetna í tilverunni sé lagður á hann
sami mælikvarði eins og vér leggjum á hann. Vér höf-
um bendingar um það þegar í þessum heimi. Oss dreym-
ir stundum langa drauma á örstuttum stundum. í vök-
unni finnast oss sumar stundir afar-langar og aðrar að
sama skapi stuttar, þó að þær séu jafn-langar eftir tíma-
tali voru. Vér getum hugsað oss hitt og annað, sem skapi
alt annan mælikvarða á tímann en þann, sem vér höf-
um. Vér getum hugsað oss, að hann sé mældur í við-
burðum eða hugarhræringum. Vér getum hugsað oss,
að hann sé mældur eftir ástandi verunnar, eins og hann
er allur annar í svefni en vöku. Vér getum hugsað oss,
að meðvitundin um tímalengdina fari eitthvað eftir því,
hvað hugurinn starfar ört eða seint. Eðlilega hefir það
oft verið fært í tal við framliðna menn á tilraunafund-
um, hvað það sé ömurlegt, jafnvel voðalegt, að hugsa
um þessi löngu tímabil, sem sumir séu jarðbundnir, eða
í öðru vansæluástandi. Svarið hefir, að minsta kosti
stundum, verið það, að þessir vansælu menn gerðu sér
ekki sömu grein fyrir tímanum, eins og vér gerum. Senni-
lega er það þá sljóleikurinn og andlega kyrrstaðan, sem
ræður þeirra mælikvarða eða mælikvarðaleysi á tím-
anum. Þeir geta verið svo sljóir, að þeir þurfi áratugi
eða aldir til þess að átta sig á því, að þeir eigi ekki alt
af heima í sama húsinu, sem þeir höfðu andast í. Og
sljóleikinn stafar aftur af því, að þeir eru ekki komnii'
í samræmi við þann heim, sem þeir eru komnir inn í>
En þetta er auðvitað alt annað en að framliðnu menn-
irnir séu komnir inn í einhverja veröld, þar sem eng-
inn tími er til.
Eg mintist áðan með örfáum orðum á það, sem
verið er að segja oss um annan heim, og eg gaf það í
skyn, að eg ætli að reyna að láta uppi mína skoðun á