Morgunn


Morgunn - 01.06.1931, Síða 16

Morgunn - 01.06.1931, Síða 16
10 M 0 R G U N N að rúmið sé ekki til í meðvitund þeirra, heldur þvert á móti. Um tímann er það að segja, að það er alls ekki sjálfsagt, að hvarvetna í tilverunni sé lagður á hann sami mælikvarði eins og vér leggjum á hann. Vér höf- um bendingar um það þegar í þessum heimi. Oss dreym- ir stundum langa drauma á örstuttum stundum. í vök- unni finnast oss sumar stundir afar-langar og aðrar að sama skapi stuttar, þó að þær séu jafn-langar eftir tíma- tali voru. Vér getum hugsað oss hitt og annað, sem skapi alt annan mælikvarða á tímann en þann, sem vér höf- um. Vér getum hugsað oss, að hann sé mældur í við- burðum eða hugarhræringum. Vér getum hugsað oss, að hann sé mældur eftir ástandi verunnar, eins og hann er allur annar í svefni en vöku. Vér getum hugsað oss, að meðvitundin um tímalengdina fari eitthvað eftir því, hvað hugurinn starfar ört eða seint. Eðlilega hefir það oft verið fært í tal við framliðna menn á tilraunafund- um, hvað það sé ömurlegt, jafnvel voðalegt, að hugsa um þessi löngu tímabil, sem sumir séu jarðbundnir, eða í öðru vansæluástandi. Svarið hefir, að minsta kosti stundum, verið það, að þessir vansælu menn gerðu sér ekki sömu grein fyrir tímanum, eins og vér gerum. Senni- lega er það þá sljóleikurinn og andlega kyrrstaðan, sem ræður þeirra mælikvarða eða mælikvarðaleysi á tím- anum. Þeir geta verið svo sljóir, að þeir þurfi áratugi eða aldir til þess að átta sig á því, að þeir eigi ekki alt af heima í sama húsinu, sem þeir höfðu andast í. Og sljóleikinn stafar aftur af því, að þeir eru ekki komnii' í samræmi við þann heim, sem þeir eru komnir inn í> En þetta er auðvitað alt annað en að framliðnu menn- irnir séu komnir inn í einhverja veröld, þar sem eng- inn tími er til. Eg mintist áðan með örfáum orðum á það, sem verið er að segja oss um annan heim, og eg gaf það í skyn, að eg ætli að reyna að láta uppi mína skoðun á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.