Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 103
M 0 R G- U N N
97
ungmenni, með hrokkið hár og gjörólíkur Mr. Williams.
Eftir þetta gerði hann aldrei framar vart við sig. Okk-
ur var sagt, að starfi hans á jörðunni væri lokið, hann
hefði sannað það, að framliðnir menn gætu komið aft-
ur, og hefði þar af leiðandi færst upp á annað svið
tilverunnar.
Á næsta sambandsfundinum, sem eg var á hjá Mr.
Williams, voru miklu fleiri gestir. Meðal þeirra var
Mrs. Corner. Hún kom að l'inna mig þann daginn síð-
degis, ásamt lækni, sem var vinur minn og átti heima
mjög nálægt henni. Eg bað þau að fara ekki, því að
bæði voru þau góðir fundarmenn. Venjuleg fyrirbrigði
gerðust, högg heyrðust og andlit sáust. En jafnframt
gerðist óvenjulegt atvik, sem sannaði starfsemi frá öðr-
um heimi, og frá því ætla eg að skýra. Við borðend-
ann voru Mr. Williams, þá Mrs. Corner, Dr. S. og eg.
Við héldum öll saman höndum; alt í einu fann Dr. S.
að stóllinn, sem hann sat á, var dreginn frá honum.
Mr. Williams hrópaði og bað menn að „halda hönd-
unum fast saman“. Þá var stólnum iyft upp yfir höfuð
fundarmanna, og settur á borðið, góðan spöl frá miðl-
inum.
Á fundunum hjá Mr. Williams var pappapípa látin
vera á borðinu til þess að hjálpa sjálfstæðu röddunum,
eins og miðlar nota ,,lúðurinn“ nú á tímum. 1 eitt skifti
var þessari pípu lyft upp frá borðinu og henni lamið
við loftið. Mr. Williams kom líka með litla spiladós,
hér um bil á stærð við vindlakassa, og á báðum þess-
um hlutum voru litlir lýsandi blettir. Meðan á fundun-
um stóð, sáum við öll, að þessir hlutir voru fluttir í loft-
mu, þar sem miðillinn gat ekki til náð, og fundarmenn
héldu höndum hans.
Einu sinni átti eg því láni að fagna, að vera á fundi
hjá frægum prívatmiðli í Berlín, konu, sem nefnd var
»,Femme Masque“ — Grímukonan. Eg veit ekki, hvers
vegna Þjóðverjar kölluðu mjög þýzka konu frönsku
7