Morgunn - 01.06.1931, Side 123
M 0 R G U N N
117
aði hann með hita og las fyrir með óstyrkum taugum
16 síður af athugasemdum, sem hann síðan ritaði upp
úr skáldsögu, sem hann nefndi: Konungur konungs-
morðingi. Annan morgun, 1923, er hann bjóst til að
klæðast, leit hann á klukkuna og sofnaði aftur. Eftir
þrjár mínútur vaknaði hann aftur, og furðaði sig á, að
fyrir hann hafði borið heil saga, þar sem alt stóð ljós-
lifandi fyrir honum, nöfn á persónum, stöðum og öllu,
sem fyrir hann bar. Á 8'dögum ritaði hann skáldsögu:
Fundna barnið, og undraðist, er hann las það eftir á,
að hafa á svo örskömmum tíma getað ímyndað sér alt
þetta, sem sýndist hafa þurft langan tíma til að hugsa.
Reyndi hann síðan að nota draumfarir á sama
hátt, og fimm nætur í röð gat hann látið sig dreyma
söguþráð, þar sem hver kaflinn tók við af öðrum í réttu
samhengi. Þá varð hann að hætta, og þótti miður, því
að hann hélt, að af því stafaði þraut, er hann fékk í
hnakkann.
Þetta er þá lýsingin á Forthuny: mjög tilfinninga-
ríkur með sterkt skapandi ímyndunarafl. Það bezta,
sem eftir hann liggur, hefir hann gjört upp úr sér (im-
proviserað), bæði í tónlist, málaraíþrótt og sagnaskáld-
skap. Hann framleiðir fyrir sjálfan sig, hefir skemtun
af því. Ef það jafnframt gjörir honum gagn, gleðst hann
af því eins og heppilegri tilviljun. Hann er fögur lista-
mannssál.
Hinn 12. jan. 1911, þegar P. Forthuny var 39, ára,
var hann staddur á járnbrautarstöðinni í Sedan ásamt
ljósmyndasmið, í erindum fyrir blaðið ,,Matin“, og áttu
þeir enn eftir að vera 8 daga. Þeir áttu að fara til
Múlhausen og voru komnir þar, sem farmiðar voru seld-
ir. Þá snýr P. F. sér alt í einu að félaga sínum, og seg-
ir: „Heyrðu, við verðum að fara aftur til París“, „Aft-
ur til París, en hvað verður þá um Mtilhausen og Col-
mar, sem við áttum að fara til?“ „Eg fer aftur“, svar-
aði Forthuny. „Þú skalt ekki hlæja að því, sem eg ætla