Morgunn - 01.06.1931, Side 76
70
M 0 R G U N N
10. fundur, fimtudag 5. febr.
Fundarmenn sömu og á seinasta fundi, og í
sömu röð.
Vanaleg fundarbyr.jun. Miðillinn féll fljótt í trance,
og Elísabet kom. Hún talaði á sinn vingjarnlega hátt.
Spurði, hvort ekki ætti að kveikja rauða ljósið. Kvaran
sagði, að það mætti víst ekki, fyr en Míka leyfði. Játti
hún því. Kvaran spui'ði, hvort hún ætlaði ekki að hreyfa
lúðurinn. Hún sagði, að Míka hefði bannað það. Þá
kom Míka, og leyfði að kveikja. Sagði, að Elísabet og
Knud hefðu ætlað að eiga við lúðurinn, en það hefði
eigi mátt eyða til þess kraíti. Hélt þá fallega tölu, bað
fundarmönnum biessunar og settist í byrgið. Rannsak-
aði nú hringinn, en athugaði ekkert. Brátt komu líkamn-
ingar, fyrst dræmt, síðan ört út allan fundinn. Flestir
stjórnendur miðilsins komu oft, og nefndu sig, og aði'-
ar verur, sem nefndu sig ekki. Töldust alls koma á fund-
inum 32 líkamningar. Kona Snæbj. Arnljótss. kom tvisvar
sinnum og kysti hann, og þekti hann hana. Einnig klapp-
aði hún frú Kristjönu og frú Lilju. Har. Níelsson kom til E.
H. Kvarans, og bað Kvaran hann nefna sig, en hann hristi
höfuðið. Einnig kom hann til G. Kvarans; sáu báðir
dökt skegg og fundu. G. Kvaran fann það strjúkast um
kinn sér, en enga höku, eins og aðeins skeggið væri
líkamað. Aftur kom hann til E. H. Kv. og nefndi sig
þá, er hann hvarf. Kristín Jóhanns kom, og þektu. Kvar-
ans-hjónin hana. Stefanía Guðmundsdóttir kom til dótt-
ur sinnar, Þóru Borg, og faðmaði hana. Sá hún og þekt;
andlit hennar, og komst mjög við. Margar verurnar
komu til ýmsra fundarmanna og tóku á þeim. Eitt sinn
heyrðist Elísabet taka undir sönginn, og sumir sögðu
oftar. Jón Benediktsson læknir, sem sat í aftari röð,
skýrir frá, að hann hafi beðið Elísabetu að snerta sig-
Hafi hún komið, tekið 3 fingrum nokkuð fast í hár sér,
hann hafi séð höndina, mjög litla, frammjóa fingur. Þeg-
ar hún var búin, brosti hún, og hann heyrði glaðlegan