Morgunn


Morgunn - 01.06.1931, Side 22

Morgunn - 01.06.1931, Side 22
16 MORGUNN þangað, sem henni er ætlaður staður, þangað til hún fær líkamann að nýju. Jafnskjótt eftir andlátið verðui' ásigkomulag sálarinnar annaðhvort sæla eða vansæla eftir því, hvort maðurinn hefir hér í lífi aðhylzt guðs náð eða hafnað henni“. Ekki erum vér samt fræddir jafn-greinilega um kjör mannanna á undan dómsdegi eins og á eftir honum. ,,Hið algjörða eilífa líf byrjar sanntrúaður kristinn maður fyrst eftir upprisuna og dóm- inn í dýrðarríki Jesú Krists, og verður þá æfinlegt sælu- líf í eilífri sambúð við þríeinan guð, góðu englana og alla útvalda, æfinleg lausn frá allri synd og sorg og æfinlegur friður og gleði“. En „eftir dóminn hreppa þeir, sem með vantrú og þrjózku hafa hafnað guðs náð, eilífan dauða og eilífa glötun. Líf þeirra verður æfin- legt kvalalíf í sambúð við illa anda, endalaus angist og ■örvænting án allrar vonar um frelsun“. Nú hefði ef til vill mátt ætla, að kirkjan væri búin að átta sig á því, að henni væri óhætt að flytja mönn- unum einhverja betri fræðslu um annað líf en þetta. En tæplega verður sagt, að því hafi verið að heilsa. Fyr- ir 30 árum, árið 1900, kom enn út kver: „Kristilegur barnalærdómur“. Það er eftir norska prestinn Thorvald Klaveness og flytur eftirfarandi fræðslu um annað líf „f andlátinu verður sál hins trúaða laus við alla synd, og fær hvíld hjá guði í sælum friði; en algjörlega heil- agur bæði á líkama og sálu verður kristinn maður þó fyrst við upprisu holdsins“. Höf. tilfærir enga ritningargrein þessu til stuðnings, •og eg veit ekki, hvaðan hann hefir þetta. Ekki veit eg heldur, hvað hún merkir, þessi „hvíld hjá guði í sælum friði“. Hafa mennirnir meðvitund allar þessar mörgu aldaraðir, sem þeir eru að hvíla sig, frá því er þeir fara af þjessum heimi til dómsdags? Einhverntíma hljóta þeir að verða afþreyttir. Frá hverju hvílast þeir þá? Hún -er undarleg, þessi þoka, sem lagst getur yfir hugi gáf- aðra manna, þegar trúmálin eiga í hlut. Ekkert er á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.