Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Qupperneq 25
Columbus og Cabot
Eftir prófessor Halldór Hermannsson
“Að eiga þátt í grautargerð” er
gamall og góður íslenskur talshátt-
ur, sem samsvarar þeim enska “to
have a finger in the pie.” Mér
kemur hann í hug, þegar eg hug-
leiði, hve margar þjóðir þykjast
hafa átt þátt í því að finna Ame-
ríku áður en Columbus gerði það.
Þar eru íslendingar ásamt frænd-
um þeirra Norðmönnum, írar,
Walesbúar, Þjóðverjar (Pining og
Pothorst, en sagt að þeir hafi verið
á dönsku skipi, svo að Danir vilja
teljast með), Feneyingar, Portúgal-
ar, Arabar og jafnvel Pólverjar
(Scolvus, sem óefað er bygt á mis-
ritun). En þegar til kastanna kem-
ur að færa jafnvel sæmilegar líkur,
hvað þá heldur sannanir, fyrir
þessu, þá stendur hnífurinn í kúnni
hjá öllum nema íslendingum. Það
uiun óhætt að segja, að um fund
þeirra efist nú enginn málsmetandi
rnaður lengur. En þá kemur annað
atriði til greina, sem er allmikið
deilumál, hvort nokkurt samband sé
milli Vínlandsferðanna og Colum-
busar eða John Cabots. Heimildir
finnast engar um það, svo ábyggi-
iegt sé, og ályktanir manna þar að
lútandi eru því, mestmegnis bygðar
á tilgátum og líkum einum, og hafa
sumir fullyrt meira um þetta en
þeir hafa getað staðið við, þegar á
átti að herða.
Það er einmitt þetta mál, sem eg
mtla að gera að umræðuefni hér,
hvort hægt sé að finna þess merki,
að Columbus eða Cabot hafi orðið
fyrir nokkrum áhrifum frá íslandi.
Efnið er erfitt viðfangs, ekki síst
vegna þess að margt er óljóst í ævi
þessara tveggja manna. Er því
nauðsynlegt að rekja nokkuð sögu
þeirra fram að þeim tíma, er þeir
fóru fyrstu ferðirnar vestur um haf.
I.
Þótt okkur nútíðarmönnum kunni
að þykja það næsta ótrúlegt um svo
frægan mann sem Columbus er í
sögunni, féll nafn hans nálega í
gleymsku á næstu áratugum eftir
dauða hans. Á þeim árum fengust
mjög margir við landafundi, og
kastaði það skugga á nafn hins
mikla manns, enda hafði hann átt
marga óvini, sem gerðu lítið úr af-
rekum hans og ófrægðu hann.
Til þess að bjarga nafni Colum-
busar frá gleymsku og færa vörn
gegn sökum þeim, er hann var bor-
inn, ritaði launsonur hans, Ferdin-
and Columbus ævisögu föður síns á
spönsku um 1539. Frumritið er
glatað, en bókin var þýdd á ítölsku
og kom fyrst út í Feneyjum 1571.
Líka ritaði spánskur biskup, Bartho-
lomé de las Casas, nokkru síðar
sögu Vestindía og sagði hann þar
frá ævi Columbusar, enda var hann
mikill vinur þeirra ættmanna.
Hann bygði frásögu sína að nokkru
leyti á ævisögunni eftir Ferdinand,
en báðir höfðu þeir aðgang að ritum
og skjölum, sem Columbus hafði
látið eftir sig. Þó ævisagan væri
tvisvar prentuð á ítölsku á 16. öld,
var hún um langan tíma lítið þekt,
og sagan eftir Las Casas kom fyrst