Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Síða 34
10
TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ÍSLENDINGA
fundin væri vestur um haf leiðin
til Cathay, og í öðru lagi. auðug
fiskimið fundin, svo að ekki þyrfti
lengur að leita til hinna íslensku
fiskimiða.
Hér er best að geta fyrst heim-
ildanna um sögu þessara ferða
Cabots. Þeirra er aðallega að leita
á ítalíu og Spáni. Það sem við
vitum um fyrstu ferðina er úr bréf-
um, sem tveir ítalir í Lundúnum
skrifuðu til landa sinna á ítalíu og
má telja það ábyggilegt. Um seinni
ferðina verður líka að leita í ítölsk
og spönsk rit, en upplýsingarnar
þar eru að mestu leyti bygðar á
frásögn Sebastians Cabots, sonar
John’s. Að vísu finst nokkuð um
hana á ensku, en það er líka komið
frá Sebastian eftir að hann hafði
horfið aftur til Englands, þar sem
hann dvaldi síðustu ár ævi sinnar.
Hann var sjógarpur allmikill, hafði
tungur tvær og talaði sitt með
hvorri eftir því við hvern hann
mælti; með öðrum orðum, hann er
grunaður um lýgi. Hann var ýmist
í spánskri eða enskri þjónustu, vildi
gjarna láta taka tillit til sín og
gortaði því af afrekum sínum. Hann
sagði suður í löndum, að hann hefði
farið í leiðangur norðvestur í höf
1508 eða 1509 og hvað hefði gerst
í þeirri ferð. En ekkert bendir til
þess, að nokkur leiðangur hafi verið
farinn í þessa átt frá Englandi á
þeim árum og allra síst af Sebas-
tian. Þvert á móti; þess er getið, að
hann hafi nokkrum árum síðar
reynt að fá styrk þar til þess að
leita norðvestur leiðarinnar. en
fékk það svar, að þar sem hann
hefði aldrei verið á þeim slóðum,
gætu menn ekki treyst honum til
að hafa forustu slíks leiðangurs.
Það er því skoðun flestra (t. d. Ray-
mond Beazley, H. P. Biggar, o. fl.),
að Sebastian hafi logið þessu sér
til frægðar og eignað sér afrek föð-
ur síns frá árinu 1498. Aðrir (t. d.
J. A. Williamson) hafa reynt að
verja hann gegn þeirri ásökun, en
ekki er hægt að segja, að þeim hafi
tekist það. Og ekki er talið líklegt,
að Sebastian hafi verið með í ferð-
inni 1498, því að hann mun hafa
verið of ungur til þess. Því verður
að segja sögu annarar ferðar John
Cabots eftir þessum heimildum.
Áður en lengra er farið, verður
að geta annarar nokkuð dularfullr-
ar persónu. Það er Joáo Fernandes
“Llavrador” (þ. e. bóndi) frá Ter-
ceira, einni af Azoreyjunum. Hann
hefir auðsjáanlega verið mikið í
siglingum um Atlantshafið, farið
með skipum til Bristol, og næsta
líklegt, að hann kunni að hafa kom-
ist til íslands, að minsta kosti virð-
ist hann hafa þekt til Grænlands
annaðhvort af sjón eða sögusögn,
og manni gæti jafnvel komið til
hugar, að hann hafi kanske þekt
gömlu siglingarreglurnar íslensku
þangað, eða eitthvað til þeirra. Hvar
John Cabot kyntist honum, vita
menn ekki með vissu, en það má
telja nálega víst, að hann hafi farið
með Cabot í aðra ferðina sem stýri-
maður á skipi hans, og ekki ólík-
legt, að hann hafi ráðið einhverju
um stefnu þá, sem tekin var. Það
er merkilegt, að í þessari ferð tók
Cabot miklu norðlægari stefnu en
fyr.
Nú var hafist handa að undirbúa
nýja ferð, og nýtt konunglegt leyfis-
bréf var gefið út 3. febr. 1498 handa
Cabot til þess að sigla til þeirra
landa og eyja, er hann hafði fund-