Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Qupperneq 34

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Qupperneq 34
10 TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ÍSLENDINGA fundin væri vestur um haf leiðin til Cathay, og í öðru lagi. auðug fiskimið fundin, svo að ekki þyrfti lengur að leita til hinna íslensku fiskimiða. Hér er best að geta fyrst heim- ildanna um sögu þessara ferða Cabots. Þeirra er aðallega að leita á ítalíu og Spáni. Það sem við vitum um fyrstu ferðina er úr bréf- um, sem tveir ítalir í Lundúnum skrifuðu til landa sinna á ítalíu og má telja það ábyggilegt. Um seinni ferðina verður líka að leita í ítölsk og spönsk rit, en upplýsingarnar þar eru að mestu leyti bygðar á frásögn Sebastians Cabots, sonar John’s. Að vísu finst nokkuð um hana á ensku, en það er líka komið frá Sebastian eftir að hann hafði horfið aftur til Englands, þar sem hann dvaldi síðustu ár ævi sinnar. Hann var sjógarpur allmikill, hafði tungur tvær og talaði sitt með hvorri eftir því við hvern hann mælti; með öðrum orðum, hann er grunaður um lýgi. Hann var ýmist í spánskri eða enskri þjónustu, vildi gjarna láta taka tillit til sín og gortaði því af afrekum sínum. Hann sagði suður í löndum, að hann hefði farið í leiðangur norðvestur í höf 1508 eða 1509 og hvað hefði gerst í þeirri ferð. En ekkert bendir til þess, að nokkur leiðangur hafi verið farinn í þessa átt frá Englandi á þeim árum og allra síst af Sebas- tian. Þvert á móti; þess er getið, að hann hafi nokkrum árum síðar reynt að fá styrk þar til þess að leita norðvestur leiðarinnar. en fékk það svar, að þar sem hann hefði aldrei verið á þeim slóðum, gætu menn ekki treyst honum til að hafa forustu slíks leiðangurs. Það er því skoðun flestra (t. d. Ray- mond Beazley, H. P. Biggar, o. fl.), að Sebastian hafi logið þessu sér til frægðar og eignað sér afrek föð- ur síns frá árinu 1498. Aðrir (t. d. J. A. Williamson) hafa reynt að verja hann gegn þeirri ásökun, en ekki er hægt að segja, að þeim hafi tekist það. Og ekki er talið líklegt, að Sebastian hafi verið með í ferð- inni 1498, því að hann mun hafa verið of ungur til þess. Því verður að segja sögu annarar ferðar John Cabots eftir þessum heimildum. Áður en lengra er farið, verður að geta annarar nokkuð dularfullr- ar persónu. Það er Joáo Fernandes “Llavrador” (þ. e. bóndi) frá Ter- ceira, einni af Azoreyjunum. Hann hefir auðsjáanlega verið mikið í siglingum um Atlantshafið, farið með skipum til Bristol, og næsta líklegt, að hann kunni að hafa kom- ist til íslands, að minsta kosti virð- ist hann hafa þekt til Grænlands annaðhvort af sjón eða sögusögn, og manni gæti jafnvel komið til hugar, að hann hafi kanske þekt gömlu siglingarreglurnar íslensku þangað, eða eitthvað til þeirra. Hvar John Cabot kyntist honum, vita menn ekki með vissu, en það má telja nálega víst, að hann hafi farið með Cabot í aðra ferðina sem stýri- maður á skipi hans, og ekki ólík- legt, að hann hafi ráðið einhverju um stefnu þá, sem tekin var. Það er merkilegt, að í þessari ferð tók Cabot miklu norðlægari stefnu en fyr. Nú var hafist handa að undirbúa nýja ferð, og nýtt konunglegt leyfis- bréf var gefið út 3. febr. 1498 handa Cabot til þess að sigla til þeirra landa og eyja, er hann hafði fund-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.