Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 45
FJÓLUHVAMMUR
21
og séð hvamminn grænka á vorin
og sölna á haustin; hefði hann hirt
þar ilmandi heyið í sumarblíðunni.
Og jarðfræðingum okkar kemur
þessi gull-leit í Fjóluhvammi alveg
á óvart.
Aðalbjörg: En er mögulegt að
samrýma starfskröfur tuttugustu
aldarinnar við tilfinningarnar?
Ragnar: Það verður að samrýma
þetta tvent; annars er úti um
mannkynið; því þegar öllu er á
botninn hvolft, fer menning ein-
staklingsins eða þjóðarinnar eftir
því, hversu samvinna tekst með hug
°g hjarta — samræmi milli vits-
muna og tilfinninga, en ekki eftir
því, hversu miklu er komið í verk.
Sé ekki ást mikilvirkjans til lands
°g þjóðar, eða mannkynsins í heild
sinni, aflvaki vilja hans, verða verk
hans til einskis, eða jafnvel til bölv-
unar.
Aðalbjörg: En ef gull er falið í
Rjóluhvammi, verður einhver að
grafa eftir því.
Ragnar: Má vera. En það ætti að
gerast af íslendingum í þágu þjóð-
nrinnar.
Aðalbjörg: Eins og Aðalsteinn sé
ekki íslendingur!
Ragnar: Nei, það er hann ekki.
Tilfinningar hans eiga sér hér eng-
ar rætur.
Aðalbjörg: Þú átt við að hann
sé borgari Vesturheims.
Ragnar: Já, að nafninu til; en svo
gera þeir sig ánægða með nafnið, í
Vesturheimi
Aðalbjörg: Er það meining þín,
ab Aðalsteinn eigi ekkert föðurland?
Ragnar: Enginn getur átt föður-
and, nema hann sé sér þess með-
vitandi, að hann sé að vinna því í
hag.
Aðalbjörg: Heldurðu að þú sért
nú alveg hlutlaus í dómum þínum
um Aðalstein?
Ragnar: Eg skil hvað þú ert að
fara, Aðalbjörg. Þú heldur að eg sé
ósanngjarn í garð hans, af því þú
hefir beðið hans öll þessi ár, og að
eg kenni honum um, að instu þrár
mínar hafa ekki rætst. En þetta, sem
eg hefi sagt um Aðalstein, þori eg
að fullyrða um alla íslendinga, sem
flutt hafa í æsku til Vesturheims.
og lagt þar fram alla sína krafta, til
þess að græða fé. Ekkert er fjær
mér en óverðskulduð hallmæli um
Aðalstein. . . . Mig langar aðeins tii
að hjálpa þér til meiri skilnings
á —. Þú mátt ekki láta þér koma
það á óvart, þegar vonir þínar og
hugsjónir rekast á veruleikann.
(Þögn).
Aðalbjörg: En hvað er þá um
styttuna þína? Ef til vill hefir seið-
magn hennar, meir en nokkuð ann-
að, eflt og viðhaldið þessu, sem þú
kallar vonir mínar og hugsjón Er
þá myndin, þetta listaverk þitt, fá-
nýtt skurðgoð? Villiljós? Blekking?
Þó ljúka allir, sem sjá hana, upp
sama munni um, að hún sé lifandi
eftirmynd drengsins, sem fór ör-
eigi út í heiminn og kom heim aftur
auðugur valdhafi í einu mesta landi
heimsins; og lofar hún ekki einmitt
öllum þeim sóma, sem hann hefir
áunnið sér og þeim ættstofni, sem
hann er af kominn?
Ragnar: Jú, myndin er lík drengn-
um, og hún lofar eða spáir miklu;
en alt öðru en fjárbraski í framandi
landi. Hún spáir því, sem hiörtu
ykkar móður hans þráðu heitast
fyrir hans hönd, því, sem gat rætst
með því eina móti, að hann lifði og
starfaði samkvæmt eðli sínu og