Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 51
FJÓLUHVAMMUR
27
hafi í því. Hér er ekkert verksvið
fyrir heilan mann í fullu fjöri.
(Stutt þögn. Ásdís athugar Aðal-
stein).
Ásdís: Langar þig ekkert til að
hafa tal af Aðalbjörgu!
Aðalsieinn: Aðalbjörgu?
Ásdís: Henni Borgu okkar. Ertu
búinn að gleyma henni Borgu litlu?
Aðalsieinn: A-já. Ja-nei-nei.
Hvaða ósköp. Þó það væri nú, að
eg myndi eftir henni Borgu! Hvað
er annars orðið af henni. (Aðal-
björg er staðin upp og ætlar að
ganga fram hjá þeim. — Aðalsteinn
lítur til hennar forvitnislega. Hún
lætur sem hún sjái hann ekki).
Ásdís: Þekkir þú ekki hana Aðal-
björgu?
Aðalsieinn: Og þetta er Borga
htla. Sæl og blessuð uh —
Aðalbjörg (dræmt): Sælir. (Þau
heilsast með handabandi).
Aðalsieinn: En hvað þú hefir
breytst!
Aðalbjörg: Finst yður það, Mr.
Hamar?
Aðalsieinn: Þú mátt kalla mig
bara Steina, og þúa mig.
Aðalbjörg: Takk.
Ásdís: Eg ætla að fara að búa tiL
kvöldmatinn. (Fer inn í bæinn).
Aðalsieinn: Já, í öllum bænum
þúaðu mig. Eg hefi verið, undan-
farna daga, að jagast við menn úr
stjórnarráðinu og verslunarráðinu
°g sýsluráðinu, og guð má vita
hvaða önnur ráð þið hafið hér á
íslandi, og eg hefi leyft þeim öllum
að þúa mig; meira að segja, skipað
þeim það.
Aðalbjörg: En getur það ekki ver-
ið eitt ráðið enn, og það argasta, að
leyfa þeim slíkt?
Aðalsieinn: Uh-hum. Eg veit ekki,
hvort eg skil þig almennilega.
Aðalbjörg: Eg átti við, hvort það
kynni ekki að vera óráð, að leyfa
fólki slíkt.
Aðalsieinn (hlær): Ágætt! Eg
vona ekki. Mér finst nóg óráð í
öllum þessum ráðum ykkar. Engu
þar ábætandi. ísiendingar hér á
landi eru ómögulegir menn, þegar
til viðskifta kemur, eða gera busi-
ness, eins og við segjum vestra.
Aðalbjörg: Þú vilt ekki gera svo
vel og tylla þér niður hérna. (Þau
setjast á klöpp). Þú fyrirgefur stól-
inn.
Aðalsieinn: Ekkert að fyrirgefa,
Borga. Eg kann best við mig innan
um klettana. Þaðan hefi eg það
helsta, sem mér hefir áskotnast um
ævina.
Aðalbjörg: Þú átt við gullið.
Aðalsieinn: Já, og það, sem því
fylgir.
Aðalbjörg: Það er ekki ólíkt
komið með ykkur Ragnar mynd-
höggvara, hvað það áhrærir.
Aðalsieinn: Eg hélt hann hefði
lítið upp úr þessu steinhöggi sínu,
greyið.
Aðalbjörg: Hann hefir einmitt
heilmikið upp úr því.
Aðalsieinn: En mér hefir verið
sagt að hann sé bláfátækur.
Aðalbjörg: Það er ekki satt.
Ragnar er auðugur maður — auðug-
ur af hugsjónum og starfsgleði.
Aðalsíeinn (skellir tungu í góm):
Og enn kemur það. Það er ekki
von að vel fari fyrir ykkur, meðan
þið hugsið þannig.
Aðalbjörg: Eg var að spauga. Eg
átti við það, að þið berjið báðir
höfðinu við steininn.