Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Qupperneq 68
44
TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ÍSLENDINGA
prestsetur, kirkja, samkomustaður
og ritstjórar. Þar voru nokkrar ís-
lenskar verslunarbúðir, og allmörg
matsölu- og gisti-hús (borðingshús),
þótt ekki væru þau öll stórhýsi né
hefðu mörg þægindi að bjóða, nema
mismjúka sófa og velvaggandi
ruggustóla, og einstöku hlýjar dún-
sængur að heiman í járnbeðunum.
En íslensk gestrisni, íslenskt viðmót
og íslensk tunga, sem hljómaði oft-
ast nær og víðast hvar um alt hús-
ið, var gestunum máske eins dýr-
mætt þá og nútíðar þægindin eru
þeim nú, sem læra aðeins það mál-
ið, sem flutt var hingað frá Bret-
landi, og skilja nú ekki lengur
tungu forfeðra sinna frá íslandi.
Þá var óvíða rafmagn og vatn i
húsum þar, sem flest voru án kjall-
ara og hituð með ofnum á vetrum.
Var oft misjafn hitinn í mestu hörk-
unum. En á sumrin í hitunum, urðu
menn víðast hvar enn sveittari í
húsum þessum vegna þess óyndis
úrræðis, að neyðast til að berja frá
sér húsflugurnar, sem reyndu að
kroppa mann í framan og nörtuðu
í hvern matarbita, sem á borð var
borinn. Þessu voru íslendingar ó-
vanir að heiman og kunnu því illa,
að láta þessa vængjuðu varga ræna
sig björginni við nefið á sér, sem
þær káfuðu einnig í. Börðust þeir
við flugurnar eins og víkingar og
slóu þær í hel hrönnum saman.
Sumir menn vöndust samt flug-
unum furðu vel eins og hitanum,
sem þurkaði þá upp á brennandi
sumrum, eða nepjunni, sem frysti
anda þeirra á helköldum vetrum.
Þeir vöndust þessu smám saman
líkt og einhverju óumflýjanlegu,
sem náttúra hvers lands dembir á
börn sín og fósturbörn, rétt eins og'
Norðlendingar venjast svo vel þok-
unni og hafgolunni, og Sunnlend-
ingar slagviðrunum og suddanum,
að þeir virðast varla vita af þeim
vegna vanans, fyrr en þeir þekkja
mismuninn af eigin reynd. Samt
voru ýmsir á þessum árum farnir
að flýja heljuna og hitann í Rauð-
árdal og sléttunni miklu um miðbik
landsins, norðan og sunnan landa-
mæranna, og komnir vestur á
Kyrrahafsströnd í jafnara og við-
feldnara loftslag, þó að einnig þar
þreytti suma þokukendar haustrign-
ingar.
Þá átti Bjartur Dagsson hinn
hláturmildi heima á einu borðings-
húsinu í íslendinga hverfinu, sá
hinn sami sem fór út í River Park
með Gunnu þeim til skemtunar, en
misti hana til Englendingsins, eftir
því sem stendur í einu fornkvæði
Vestmanna, og síðustu skrif að
heiman herma, að nú sé einnig að
verða landlægt þar með margar
Heima-Gunnur, á sama hátt og fyrir
tæpum 40 árum vestan hafs, þegar
þær útfluttu, sem bjuggu á Ross og
í grendinni, breiddu út faðminn í
Parkinu.
Þannig endurtekur sagan sig á
hverjum mannsaldrinum.
í þessu íslenska hverfi, át hinn
mishepni hugsuður, Jón frá Strympu
í Nýja íslandi, sína miklu kýrkets
dagverða, sem Gunnsteinn skáld
skýrir frá í sögum sínum, því auk
alls vinnulýðsins, hýstu og fæddu
borðingshúsin á Ross og næstu
strætum marga sveitabændur, þegar
þeir voru á starfs- og kynnis-ferð-
um sínum, eða að leita sér atvinnu
í hinni ungu höfuðborg Manitoba
fylkis. Þar settust einnig stundum
að nýkomnir innflytjendur að heim-