Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 86
Hafliði
Efíir J. Magnús Bjarnason
Áður en eg lýk þessum þáttum a.t'
íslendingum í Nýja-Skotlandi. vil
eg minnast nokkrum orðum á mann,
sem Hafliði hét og nefndist Harris
eftir að hann fluttist til Ameríku.
Reyndar hefi eg harla fátt um hann
að segja. Hann kom aldrei til ís-
lensku nýlendunnar á Elgsheiðum,
og nýlendu-búar vissu lítið um
hann. Og þegar þeir tóku sér þar
bólfestu, árið 1875, var hann fyrir
nokkru kominn vestur um haf. Að
öllum líkindum hefir hann verið í
hópi þeirra einhleypu, íslensku
manna, sem fluttust frá Ontario tii
Nýja-Skotlands, haustið 1874. Hann
var fyrst um skeið í bænum Truro,
eða þar í grendinni. Svo mun hann
hafa verið um tíma í Halifax og
Dartmouth. En þegar eg heyrði
hans fyrst getið, var hann kominn í
vinnu hjá góðum, skotskum manni,
Cameron að nafni, sem átti stóra
sögunarmylnu austur við sjóinn. Og
Hafliði var þar, þegar íslendingar
fluttust burtu úr nýlendunni, vor-
ið 1882.
Það bar stundum við, þegar við,
íslensku drengirnir í nýlendunni,
vorum á ferð í Musquodoboit-daln-
um fagra, sem var fyrir vestan
Elgsheiðar, að við vorum spurðir
að því, hvort við þektum íslending-
inn Harris. Einkum var það, þegar
við komum í kauptúnið í Upper
Musquodoboit (sem íslendingar
nefndu Efra-Dal), að sú spurning
var á stundum lögð fyrir okkur. Þar
versluðu nýlendu-búar að öðru
hverju, og þar var um tíma pósthús
þeirra, sem bjuggu í vestur-hluta
nýlendunnar. — Og einu sinni um
haustið 1881, vorum við drengir
spurði um það þar í búðinni, hvort
við hefðum ekki mætt manni á veg-
inum fyrir austan þorpið. Við sögð-
um, eins og satt var, að við hefðum
engan mann hitt á veginum frá því,
að við komum ofan í dalinn.
“Hingað kom íslenskur maður
skömmu eftir hádegið,” sagði kaup-
maðurinn, þegar hann var að af-
greiða okkur, “og hann er nýlega
lagður af stað norður dalinn. Hann
kvaðst heita Harris og koma frá
Dartmouth og ætla til Truro. Kann-
ist þið við hann?”
Við sögðum að við þektum hann
ekki og hefðum aldrei séð hann.
“Hann er maður lítill vexti,” sagði
kaupmaðurinn, “en knálegur er
hann og vafalaust frábær göngu-
garpur, því að hann lagði á stað
frá Dartmouth í morgun og ætlar
að ná til Truro um miðnætti. En
sú leið (frá Dartmouth til Truro)
er um sextíu mílur. Hann hefir
farið hér um á hverju hausti í síðast-
liðin fjögur eða fimm ár. Altaf
kemur hann frá Dartmouth, altaf
er ferðinni heitið til Truro, og altaf
fer hann með austur-hlíð dalsins á
leiðinni norður, en eftir þjóðvegin-
um fyrir vestan fljótið á suður-leið.
Við drengir létum það í ljós, að
við efuðum það, að þessi Harris
væri íslendingur, að minsta kosti
væri nafnið hans ekki íslenskt.