Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 86

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 86
Hafliði Efíir J. Magnús Bjarnason Áður en eg lýk þessum þáttum a.t' íslendingum í Nýja-Skotlandi. vil eg minnast nokkrum orðum á mann, sem Hafliði hét og nefndist Harris eftir að hann fluttist til Ameríku. Reyndar hefi eg harla fátt um hann að segja. Hann kom aldrei til ís- lensku nýlendunnar á Elgsheiðum, og nýlendu-búar vissu lítið um hann. Og þegar þeir tóku sér þar bólfestu, árið 1875, var hann fyrir nokkru kominn vestur um haf. Að öllum líkindum hefir hann verið í hópi þeirra einhleypu, íslensku manna, sem fluttust frá Ontario tii Nýja-Skotlands, haustið 1874. Hann var fyrst um skeið í bænum Truro, eða þar í grendinni. Svo mun hann hafa verið um tíma í Halifax og Dartmouth. En þegar eg heyrði hans fyrst getið, var hann kominn í vinnu hjá góðum, skotskum manni, Cameron að nafni, sem átti stóra sögunarmylnu austur við sjóinn. Og Hafliði var þar, þegar íslendingar fluttust burtu úr nýlendunni, vor- ið 1882. Það bar stundum við, þegar við, íslensku drengirnir í nýlendunni, vorum á ferð í Musquodoboit-daln- um fagra, sem var fyrir vestan Elgsheiðar, að við vorum spurðir að því, hvort við þektum íslending- inn Harris. Einkum var það, þegar við komum í kauptúnið í Upper Musquodoboit (sem íslendingar nefndu Efra-Dal), að sú spurning var á stundum lögð fyrir okkur. Þar versluðu nýlendu-búar að öðru hverju, og þar var um tíma pósthús þeirra, sem bjuggu í vestur-hluta nýlendunnar. — Og einu sinni um haustið 1881, vorum við drengir spurði um það þar í búðinni, hvort við hefðum ekki mætt manni á veg- inum fyrir austan þorpið. Við sögð- um, eins og satt var, að við hefðum engan mann hitt á veginum frá því, að við komum ofan í dalinn. “Hingað kom íslenskur maður skömmu eftir hádegið,” sagði kaup- maðurinn, þegar hann var að af- greiða okkur, “og hann er nýlega lagður af stað norður dalinn. Hann kvaðst heita Harris og koma frá Dartmouth og ætla til Truro. Kann- ist þið við hann?” Við sögðum að við þektum hann ekki og hefðum aldrei séð hann. “Hann er maður lítill vexti,” sagði kaupmaðurinn, “en knálegur er hann og vafalaust frábær göngu- garpur, því að hann lagði á stað frá Dartmouth í morgun og ætlar að ná til Truro um miðnætti. En sú leið (frá Dartmouth til Truro) er um sextíu mílur. Hann hefir farið hér um á hverju hausti í síðast- liðin fjögur eða fimm ár. Altaf kemur hann frá Dartmouth, altaf er ferðinni heitið til Truro, og altaf fer hann með austur-hlíð dalsins á leiðinni norður, en eftir þjóðvegin- um fyrir vestan fljótið á suður-leið. Við drengir létum það í ljós, að við efuðum það, að þessi Harris væri íslendingur, að minsta kosti væri nafnið hans ekki íslenskt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.