Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Síða 89
HAFLIÐI
“Hvernig víkur þessu við, góði
Harris?” sagði Grant. “Eða átt þú
hestana?”
“Nei, eg á þá ekki.”
“Hver á þá?” spurði Grant.
“Hann Cameron, frændi þinn, á
þá,” svaraði Hafliði stillilega, “og
hann hefir falið mér á hendur að
stýra þeim og sjá um þá í vetur.”
“En frændi minn hefir sett mig
hér í sinn stað,” sagði Grant hóg-
værlega; og eg á að segja ykkur.
mönnum hans, fyrir verkum; og mér
hefir skilist það, að eg eigi líka að
ráða því, hvað hestarnir vinna.”
“En jafnframt er þér það ljóst,
vona eg, að þú mátt ekki ganga a
rétti hestanna, fremur en á rétti
oaannanna,” sagði Hafliði og brosti.
“Eg er hræddur um, að eg skilji
þig ekki,” sagði Grant og horfði
beint framan í Hafliða; “eða áttu
við það, að eg hafi ekki neinn rétt
til að láta hesta frænda míns vinna
i mínar þarfir?”
“Eg álít, að þú hefðir mátt ljá
steingráa hestinn (og jafnvel alla
iiestana) í gær, sem var virkur dag-
Ur> og eins, að þú mættir ljá hann
á morgun, sem líka er virkur dag-
Ur> en hreint ekki í dag, þvi að í
hag er hvíldardagur. Skilur þú
mig?”
“Eg efa það, að eg skilji þig rétt,”
Sagði Grant; “mér finst að það geti
ekki skaðað neinn vel færan hest,
þó að hann tölti með mann á bakinu
u°kkrar mílur, hvort heldur sem
hagurinn er virkur eða helgur.”
‘Leyfðu mér að útskýra þetta
hetur,” sagði Hafliði og hann bar
frarn orðin hægt og stillilega: “Hest-
arnir, sem eg hefi til umráða, ganga
yrir þungu æki frá morgni til
völds sex daga vikunnar. Þeir fá
65
engin laun, eins og þú og eg, nema
fóður, sem þeim er skamtað, og
húsaskjól. En þeim er ætlaður einn
dagur í viku hverri til hvíldar. Og
þeir eiga því heimtingu á því, finst
mér, að fá að hvílast í friði og næði
þann dag. Eða hvað finst þér?
Skilur þú mig nú?”
“Já, nú held eg að eg skilji, hvað
þú ert að fara,” sagði Grant eftir
stundarþögn; “og þú hefir án efa
nokkuð til þíns máls. En hvað sem
því líður, verð eg í dag að fá bögg-
ulinn, sem frændi minn sendi mér
og geymdur er á búgarðinum hans
Reids. Þangað er all-langur vegur,
ófærð er á veginum, og böggullinn
er vafalaust um tuttugu pund að
þyngd. Eg get ímyndað mér, að
hvorki þú, Harris, né nokkur ann-
ar, sem hér er í skálanum, kæri
sig um að fara þá ferð fótgangandi.”
“Eg er fús til að fara þá ferð fyrir
þig,” sagði Hafliði, “og eg skal
leggja af stað undir eins.”
“Gott og vel!” sagði Grant. “Þetta
mál er þá útkljáð. En hugsaðu samt
vel út í það, áður en að þú leggur
á stað, hvort ekki sé vissara fyrir
þig, að hafa apalgráa hestinn með í
förinni.”
Hafliði svaraði því ekki. En hann
vék sér að manni, Miller að nafni,
sem sat við borðið, og bað hann að
hugsa um hestana fyrir sig á meðan
hann væri í burtu.
Fáum mínútum síðar var Hafliði
lagður af stað fótgangandi í áttina
til búgarðsins hans Reids, og lá leið
hans í gegnum þéttan skóg. — Og
Grant fór um sama leyti við þriðja
mann, á þrúgum, upp með Elgsá,
til þess að skoða stóran skógarteig
á nesi nokkru, sem var alt að tveim-
ur mílum frá skálanum. Og það