Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 102

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 102
78 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA þar hvíldar og næðis elliáranna og gekk glaður og reifur til sinnar hinstu hvíldar. í eftirmælum, sem Vigfús skáld Guttormsson orti eftir hann, standa þessi fallegu og viðeigandi orð: Þú varst stólpi þinnar bygðar, þér var kærast íslenskt mál. Merkisberi dáða’ og dygða, djörf og frjáls þín glaða sál. -f MAGNÚS JÓNSSON frá Fjalli Magnúsi Jónssyni frá Fjalli hefi eg aldrei kynst persónulega, en eg hefi haft nokkur bréfaskifti við hann. Ævisöguágrip hans, sem hann hefir sjálfur ritað og er prent- að aftan við Vertíðarlok II., er að ýmsu leyti eftirtektarvert, það fjall- ar ekki aðeins um ytri atburði, sem á daga hans hafa drifið, eins og slík ævisögubrot gjarnast gera, heldur líka um hina innri þróun, sem svo mætti nefna, eða andlegan þroska hans, og þessvegna er miklu meira á því að græða til þess að fá réttan skilning á manninum, heldur en á langri upptalningu atburða, sem eru meira eða minna fráskildir per- sónuleika mannsins sjálfs. I þessu ævisögubroti, þó að stutt sé, felst lykillinn að hæfileikum mannsins og eigindum. Hann hefir fyrst og fremst verið hinn hugsandi og leit- andi maður; hann hefir haft gáfna- far og skapsmuni heimspekingsins, ^m íhugar rólega, dregur ályktan- ir og reynir að samræma skoðanirn- ar í rökréttar heildir. Skoðanir hans bera vott um skarpa hugsun og djúpsæa vitsmuni, en honum tekst ekki ávalt að gera þær vel ljósar. Niðurstöðurnar, er hann kemst að, eru oft frumlegar og ekki auðhraktar. Magnús Jónsson er fæddur 17. júlí 1851 að Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði, og er því nú rúmlega ní- ræður. Hann ólst upp við öll venju- leg störf eins og þau tíðkuðust í sveitum á íslandi fyrir nærri heilli öld. Uppfræðslan var ekki önnur en sú, sem þá tíðkaðist meðal al- þýðu, en það lítur út fyrir að þó nokkur bókakostur hafi verið á heimilinu, og má geta nærri að jafn gáfaður og námfús unglingur og hann hefir verið, hafi notað þær. Ungur að aldri kvæntist hann og byrjaði búskap, bjó hann 13 ár á ís- landi. Þar af 10 ár á Fjalli í Sæ- mundarhlíð, bænum, sem hann kendi sig við, eftir að hann fluttist vestur um haf. Til Canada fluttist hann árið 1887, var fyrst nokkur ár í Nýja íslandi, fluttist þaðan til Cypress-sveitar og bjó í Assiniboine- dalnum fram til ársins 1902, er hann fluttist vestur á Kyrrahafs- strönd. Síðan hefir hann átt þar heima ýmist í Blaine, Wash., þar sem hann er nú, eða í New West- minster, B.C. Kona hans heitir Margrét Grímsdóttir. Sonur þeirra, Jón að nafni, býr þar vestra. og í hans skjóli hafa þau verið að ein- hverju leyti hin síðari árin. Magnús er búinn að vera blindur fjölda mörg ár. Meðan Magnús bjó á íslandi, tók hann mikinn þátt í opinberum mál- um sveitar sinnar og sýslu, og eftir að hann fluttist vestur, var hann frömuður í félagsmálum meðal Is- lendinga í þeim bygðum, sem hann bjó í. Hann hefir verið framfara- maður á öllum sviðum, góður bú- höldur og nýtur maður í sínu héraði. Heimili hans var alþekt fyrir gest-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.