Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Blaðsíða 107
E. PAULINE JOHNSON
83
við, að hún væri til. Það var tengda-
móðir hennar. Þótti henni sonur
sinn hafa gjört nafni sínu, stöðu og
ætterni ófyrirgefanlega smán með
því, að giftast hvítri konu. Gamla
konan kvað hafa verið ríkilát, skap-
mikil og afar fastheldin við forna
þjóðsiði. Þoldi hún illa þessa nið-
urlægingu sonar síns.
Eftir að Mrs. Johnson átti fyrsta
barnið, lá hún lengi veik og var
ekki hugað líf. Daginn, sem barnið
fæddist, sat maður hennar einn inni
hjá henni í rökkrinu um kvöldið.
Alt í einu opnuðust dyrnar hljóð-
lega, og dökkur skuggi leið inn
gólfið og kraup við rúmstokkinn.
Móðir Indíánahöfðingjans var kom-
in til að blessa yfir sonarbarnið og
bjóða frið. —
Hún lagði litla skrautsaumaða
barnaskó á rúmið og hvarf svo út
aftur. En friðinn og fyrirgefning-
una skildi hún eftir eins og ilm í
kringum veiku konuna og son henn-
ar. Litlu skórnir voru gamalt erfða-
fé, og þá báru aðeins kynbornir
höfðingjar Mohawkanna. Flutti hún
skömmu síðar heim til sonar síns
og tengdadóttur. Áhrif hennar seg-
ist Pauline Johnson aldrei geta full-
þakkað. Hún segir að amma sín
hafi mótað hugsunarhátt sinn; en
einhver undarlegur ótti hafi sér þó
altaf staðið af þessari mikilúðgu
konu.
Vafalaust hafa heimilisáhrifin
glætt og aukið ímyndunarafl þessa
gáfaða óvenjulega skáldhneigða
barns. Amma hennar mun hafa
kent henni ungri, að leggja eyrun
við jörðina og hlusta eftir pípu-
blæstri Pans. Líklegt er og að hún
hafi fyrst allra kent Pauline virð-
ingu fyrir skáldskap, því maður
hennar, afi Pauline, hafði verið
nafnkendur Mohawk söngvari og
frábær mælskumaður svo ef til vili
hefir henni komið eitthvað af orð-
snildinni þaðan. Heimilið var fult af
bókum og innan við tólf ára aldur,
hafði Pauline lesið og lært kvæði
eftir ýmsa bestu höfunda eins og
t. d. Scott, Longfellow, Byron,
Shakespeare, Meredith og fl. Má
af því sjá, hve snemmþroska hún
var, enda byrjaði hún ung að yrkja.
Skólamentun hennar mundi nú á
dögum vera talin lítil; en hún slapp
þá líka við, að sitja á skólabekk,
þar til sál hennar var orðin að flat-
köku, sem engin gerð gat komist í
um aldur og ævi. — En fjölmentuð
og víðlesin varð hún, eins og kvæði
hennar benda til. Á unglingsárun-
um orti hún mikið, en ekkert af
þeim kvæðum kom á prent. Hún
var orðin fleyg og fær skáldkona.
þegar fyrstu kvæði hennar komu
fyrir almennings augu í tveim New
York ritum “Gems of Poetry” og
“Independant,” einnig í tveim
Toronto-ritum “The Week” og
“Saturday Night.” Vægast sagt,
ráku menn þá upp stór augu yfir
kvæðum þessarar óþektu Indíána-
stúlku. En ljóðsnild hennar náði
ekki föstum tökum á hugum manna,
fyr en viðurkenningin kom utan-
lands frá, — heiman frá Englandi. —
Theodore Watts-Dunton, enskur
mentamaður og rithöfundur, skrif-
aði grein árið 1889 í London-tíma-
ritið “Athenæum” um “Songs of
the Great Dominion,” var það ný-
útkomið kvæðasafn, sýnishorn af
canadiskri ljóðagjörð á þeim dögum.
Watts-Dunton skrifaði mjög hlýlega
um bókina, en fremsta og frumleg-
asta skáldið taldi hann Pauline