Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 115

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Page 115
WALTER J. LINDAL, HÉRAÐSDÓMARI 91 vill fátæklegur að efnahagslegum reikningi en haldgóður á andlega vísu. Aðrir hafa vissulega alist upp við svipuð skilyrði og farið að heiman með viðlíka veganesti, en hafa ekki komist eins langt eins og heiðursgestur vor. Mismuninum valda að sjálfsögðu hæfileikar hans, hin sigursæla barátta, sem hann hefir háð, og lífslán það, sem honum er gefið. Vér óskum yður, herra dómari, hjartanlega til hamingju með hið nýja embætti. Vér vitum að þér eruð vinsæll maður og treystum því, að vinsældir yðar fari vaxandi. En meðal hinna mörgu vina yðar af ýmsum þjóðflokkum, viljum vér ís- lendingar eignast þá sérstöðu í meðvitund yðar, að þér skoðið oss sem yðar bestu vini. Enginn flokk- ur manna mun gleðjast jafn inni- lega og vér yfir þeim heiðri, sem þér hafið nú hlotið, enginn flokkur manna mun fagna sem vér fregnum um þá vaxandi sæmd, sem vér vit- um að muni verða hlutskifti yðar í framtíðinni. Að vísu vitum vér, að þér eruð að hefja erfitt og vandasamt starf. Það að dæma í málum samferðamanna sinna, vega alla málavöxtu á hinum hárfínu vogskálum réttlætisins, án tillits til þeirra, sem að málavöxtum standa, en sem eiga þó oft lífslán sitt og frelsi að miklu leyti undir úrskurði dómarans, er hin mesta ábyrgð, sem lagst getur á samvisku nokkurs manns. En vér trúum því, að heið- ursgestur vor sé þeim vanda vaxinn. Vér trúum því vegna þess sem hann hefir talað og skrifað. Vér minn- umst þess að hann hefir skrifað bók Um vegina tvo. Á saurblaði þeirrar bókar er mynd, sem táknar inni- hald hennar. Er það vegvísunar- merki, sem bendir á tvær gagn- stæðar áttir. Annars vegar er braut sannleikans, réttlætisins og kærleik- ans; hinsvegar hin gagnstæða leið. Af lestri bókarinnar verður það ljóst, að höfundurinn hefir kosið sér það góða hlutskifti, að fylgja leið sannleikans og réttlætisins. sem þeirri einu leið, er fara megi til að finna sanna hamingju og tryggja velferð þjóða og einstakra manna. Vér vitum, að hann muni leitast við, að þræða þá sömu leið sem dómari, sem hann hefir fundið og bent öðrum á sem fræðimaður. Til er gömul saga um ungán mann. Hinn ungi maður stóð á vegamótum, honum var falin þung ábyrgð, sem hann fann sig ekki mann til að mæta. Hann sofnaði út frá þungum hugsunum. Fanst honum þá Alfaðir standa við hlið sér, og hann bað: “Gef þú þjóni þínum gaumgæfið hjarta, til að greina gott frá illu og rétt frá röngu.” Og Alföður féll bæn hins unga manns vel í geð, og hann mælti: “Af því þú baðst um vits- muni, til að greina gott frá illu og rétt frá röngu, vil eg veita þér bæn þína, og eg vil einnig veita þér það, sem þú baðst ekki um, — bæði auð og heiður.” Herra dómari, þetta er ósk vor íslendinga, nær og fjær, og einnig bæn vor yður til handa. Vér biðj- um þess og óskum að þér megið, ásamt hinum miklu og viðurkendu vitsmunum yðar þroska hjá yður gaumgæfið hjarta, vaxandi næm- leik til að greina gott frá illu og rétt frá röngu í hverju máli, og að þér megið öðlast auk þess bæði auðlegð og heiður.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.