Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1941, Side 132
108
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
samkomum I Winnipeg; hinn fyrnefndi
flutti einnig erindi um sama efni á sam-
komu að Gimli og hinn síðarnefndi á sam-
komum deildanna í Winnipeg, Selkirk og
Riverton.
Forseti flutti erindi á Lestrarfélagssam-
komu að Vogar, Man., og fór erindum fé-
lagsins um Islensku bygðina á þeim slóð-
um. Hann hefir einnig á árinu heimsótt
báðar deildir félagsins I Winnipeg, allar
þrjár deildir þess í Saskatchewan og deild-
irnar i Selkirk og N. Dakota, og flutt ræð-
ur og erindi á samkomum, er þær stóðu
að. 1 Wynyard flutti hann ræðu á íslend-
ingadegi og erindi á ensku, og að tilhlutun
deildarinnar í N. Dakota hafði hann erindi
bæði að Garðar og Mountain. Pakkar
hann hérmeð hinar ágætu viðtökur, sem
hann átti hvarvetna að fagna. Að beiðni
deildarinnar “Báran” I N. Dakota stýrði
hann einnig hátíðarhöldunum við afhjúpun
minnisvarða skáldsins K. N. Júlíusar, er
deildin hafði komið upp með aðstoð al-
mennings, og flutti ávarp við það tæki-
ícerl. Með bréfaskriftum hefir forseti
einnig unnið að því að sameina íslendinga
um þjóðræknismálin og að því að safna
nýjum félagsmönnum; en betur fer á því,
að Cjármálaritari skýri frá árangri þeirrar
viðleitni. Loks má geta þess, að forseti
heflr á llðnu ári eins og undanfarið flutt
ræður á ensku og norsku um íslensk efni
vlðsvegar I N. Dakota og Minnesota,
meðal annars tvær ræður um Leif Eirlks-
son og útvarpsræðu um ísland, og birt
greinar um Isl. bókmentir og menningu I
blöðum og tímaritum I Bandaríkjunum.
Frá upphafi vega félagsins hefir það
verið einn þáttur I starfsemi þess að veita
upplýsingar um ísland og vera á verði
gagnvart kviksögum um land og þjóð, sem
til vanvirðu horfa eða tjóns. Stjórnar-
nefnd þess lét því ekki á sér standa með
að svara óhróðursgrein þeirri um ísland,
er nýlega birtist I tímaritinu Time og al-
ræmd er orðin; fól nefndin ritara og for-
seta að mótmæla greininni og hafa bréf
þeirra beggja til nefnds tlmarits verið birt
I Löpterai og einnig getið I Heimskringlu.
Aðrir félagsmenn, svo sem heiðursfélagi
vor Thor Thors aðalræðismaður, urðu einn-
ig til að svara greininni; þrátt fyrir það
hefir engin leiðrétting hennar fengist enn
sem komið er. Hitt hefir þetta mál greini-
iega sýnt, að ísland á sér marga árvaka
formælendur I þessari álfu, bæði meðal
eldri og yngri kynslóðarinnar, og er það
gleðiefni.
Auk stjórnarnefndar hafa ýmsir félags-
menn unnið að útbreiðslustarfseminni I
ræðu og riti; ber þeim þökk fyrir það þarfa
starf, en um það vísast annars til þjóð-
ræknispistla minna I vikublöðunum ís-
lensku hér vestra. Deildir félagsins hafa
einnig með ýmsu móti lagt þakkarverðan
skerf til útbreiðslumálanna, eins og árs-
skýrslur þeirra munu sýna.
Fræðslumál
Félagið hefir haldið uppi hinum venju-
lega Laugardagsskóla I íslensku hér I
borg, við allmikla aðsókn, en færri hafa
þó notfært sér skólann en ætla mætti og
æskilegt væri. Séra Rúnólfur Marteinsson,
sem verið hafði skólastjóri Laugardags-
skólans árum saman, lét af kenslu þar á
þessu ári, og vil eg fyrir hönd félagsins
þakka honum langt og ágætt starf við
skólann. Jafnframt vil eg tjá þeim kon-
unum, sem annast hafa kensluna I ár,
þaklcir félagsins fyrir prýðilega unnið starf,
en þær eru: Mrs. Hólmfríður Daníelsson,
Mrs, Einar P. Jónson, Mrs. Frank Magn-
usson og Mrs. S. E. Sigurðsson. Hafa
þær tvær hinar fyrstnefndu veitt skólan-
um forstöðu.
Ásmundur P. Jóhannsson hefir, eins og
hans er vandi, sýnt hinn þakkarverðasta
áhuga fyrir starfi skólans; einnig hefir
Bergthor E. Johnson stutt að starfi hans.
Deildir félagsins hafa sumarhverjar haldið
uppi íslensku-kenslu, sem tugir barna og
unglinga hafa haft not af, t. d. deildirnar
I Riverton, Árborg og deildin I N. Dak.
Er slík kensla hið ákjósanlegasta við-
fangsefni fyrir deildir félagsins og réttlæta
þær fyllilega með henni tilveru sina, þð
engu öðru væri til að dreífa.
í tilefni af athyglisverðu erindi, sem
ein af kenslukonunum við Laugardagsskól-
ann hér I Winnipeg, Mrs. Einar P. Jóns-
son, flutti á fundi deildarinnar “Frón” um
Islensku-kenslu barna á heimilunum, mælt-
ist forseti bréflega til samvinnu við kven-
félögin Islensku um það mál. Var bréf
hans lesið og rætt á ársþingi sambands
kvenfélaga beggja hinna íslensku kirkju-
félaga og hlaut góðar undirtektir. Er á-
reiðanlega stefnt I rétta átt með þeirri
samvinnu viðleitni.
Samvinnumál við fsland
pó að heimsstyrjöldin og hennar mörgu
fylgjur séu þar nokkur þrándur I götu,