Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 12

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 12
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201212 tímaritið Uppeldi og menntUn tvítUgt Í heildina hafa um 220 höfundar birt greinar í tímaritinu. Þeir eru frá tæplega 60 stofnunum, háskólum, öðrum skólum, fræðsluskrifstofum, sveitarfélögum og ýmsum þjónustustofnunum. Höfundarnir sem birt hafa flestar greinar eru nú allir prófessorar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, þau Börkur Hansen, Jóhanna Einarsdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir, níu til tíu greinar hvert þeirra. Til að varpa ljósi á fjölbreytni efnis í tímaritinu valdi ég þrjú hefti af handahófi. Fyrst varð fyrir valinu heftið frá 1997. Í því eru birtar sex ritrýndar greinar um mál- þjálfun barna, viðhorf starfsfólks Dagvistar barna í Reykjavík, afbrot unglinga, þátt æfingakennslu í kennaranámi, áherslur í starfi skólastjóra í íslenskum grunnskólum og um námskrárgerð. Óvenjumargar greinar eru í þessu hefti í bálkinum Um skóla- starf, eða sex talsins, og um fjölbreytt efni. Einn ritdómur er um líffræðinámsefni fyrir grunnskóla. Í fyrra hefti ársins 2005 eru birtar fimm ritrýndar greinar um aristótelískar efasemdir um ný-aristótelisma í menntamálum, starfshæfni kennaranema, skólanámskrárgerð í leikskóla, Afríku í texta íslenskra námsbóka og um rannsóknarlíkanið Grunnskólar í ólíkum byggðarlögum sem er aðferð til að skoða félagslega stöðu og árangur grunn- skóla í þéttbýli, sjávarþorpi og sveit. Svo skemmtilega vill til að eldra afmælisbarnið, Jónas Pálsson, er einmitt höfundur þess líkans og ritar greinina ásamt þeim Amalíu Björnsdóttur og Ólafi H. Jóhannssyni. Í þessu hefti birtist viðhorfsbálkur um þróun háskólastigsins þar sem fjórir prófessorar við Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands rituðu greinar. Í síðara hefti ársins 2008 eru fimm ritrýndar greinar um reynslu barna í 1. bekk grunnskóla, álit grunnskólanemenda á því hvað er góður kennari, starfshæfni kenn- ara af sjónarhóli norrænna kennaranema, breytingar á viðhorfum grunnskólanema í 10. bekk til jafnréttismála á árabilinu 1992–2006 og um breytingar á hlutverki skóla- stjóra í grunnskólum. Óvenjumargir ritdómar eru í þessu hefti eða fjórir talsins um jafnmörg ólík ritverk. Uppeldi og menntun stendur styrkum fótum sem virt tímarit á íslenskum vettvangi og er nú metið í hæsta gæðaflokki íslenskra tímarita; 15 stig eru veitt í kerfi háskólafólks fyrir ritrýnda grein í tímaritinu. Við matið inn í stigakerfið er líka tekið tillit til rit- rýningarferlisins, að a.m.k. tveir óháðir ritrýnar lesi allar greinar og komi með ábending- ar til ritnefndar og þeir og höfundarnir viti hvorugur af því hver hinn er er, gagn- kvæm leynd. Eitt af því sem horft er til er höfnunarhlutfall. Á síðustu árum hefur það verið um 40%. Hér er átt við hlutfall af þeim greinum sem sendar eru til ritrýningar en kröfur stigakerfisins eru miðaðar við þess háttar höfnun. Mörgum höfundum þessara greina er boðið að senda inn nýja gerð af greininni, sem þeir þiggja, og einnig er hand- ritum hafnað án þess að senda þau nokkru sinni til rýningar þannig að í reynd mætti reikna út nokkrar slíkar tölur. Útbreiðslan og áskriftarkerfið skipta líka miklu máli við matið, til dæmis sú staðreynd að menntavísindafólk, bókasöfn og aðrir sem áhuga hafa kaupa tímaritið. Birting tímaritsins á neti skiptir líka miklu máli við matið, jafnvel þótt um birtingartöf sé að ræða. Loks má taka fram að búið er að ákveða að tímaritið birtist í EBSCO-host, eins og Tímarit um menntarannsóknir hefur gert í nokkur ár. Þá skiptir máli að útdrættir á ensku eru ítarlegir, það er 600–800 orð, og að tímaritið heitir ensku nafni með íslenska nafninu, eða Icelandic Journal of Education, sem er prentað í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.