Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 27

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 27
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 27 S t e i n U n n g eS tS d Ót t i r Steinunn Gestsdóttir og Lerner (2007) hafa lýst því hvernig unglingar öðlast getu til meðvitaðrar sjálfstjórnunar (e. intentional self-regulation). Meðvituð sjálfstjórnun vísar til þess hvernig hver og einn setur sér markmið og leitar leiða til að fylgja þeim eftir með því að stjórna athygli, áhugahvöt og hegðun (sjá til dæmis Steinunn Gests- dóttir og Lerner, 2007, 2008). Meðvituð sjálfstjórnun gerir unglingum kleift að for- gangsraða markmiðum, skipuleggja flóknar athafnir og sjá fyrir afleiðingar þeirra, leita margvíslegra leiða til að ná markmiði, fylgjast með hvernig þeim gengur að vinna að markmiði og bregðast við ef upphafleg áætlun stenst ekki. Sem dæmi um slíka sjálfstjórnun má nefna ungling sem setur sér það markmið að brautskrást úr menntaskóla. Til þess þarf hann að setja sér undirmarkmið og forgangsraða þeim, til dæmis að mæta í kennslustundir, læra utan skólatíma og standast próf í hverjum áfanga. Ef hann stjórnar hugsun og hegðun svo þessum undirmarkmiðum verði náð, svo sem að beita sig aga til að forgangsraða námi fram yfir skemmtanalíf, er líklegt að yfirmarkmiðinu (að ljúka menntaskóla) verði náð. Þetta dæmi leiðir í ljós einn megin- mun sem er á sjálfstjórnun barna annars vegar og ungmenna hins vegar. Unglingar geta stjórnað tilfinningum, hugsun og hegðun með flóknari hætti en börn, þeir geta til dæmis gert áætlun sem samanstendur af mörgum skrefum sem sett eru saman í flókið kerfi undirmarkmiða. Að sama skapi geta unglingar, ólíkt börnum, unnið skipulega að markmiðum til lengri tíma litið, til dæmis sett sér markmið mánuði eða ár fram í tímann, nokkuð sem börnum er illmögulegt (Baumeister o.fl., 2007; Brandstädter, 2006; Demetriou, 2000). Aukin geta til meðvitaðrar sjálfstjórnar tengist einnig félagslegum og sálfræðileg- um breytingum sem eiga sér stað á unglingsárum. Þróun sjálfsmyndar er eitt megin- viðfangsefni unglingsáranna, það er unglingar velta iðulega fyrir sér spurningunni „hver er ég?“. Brandstädter (2006) telur að þróun sjálfsmyndar hafi, líkt og heilaþroski og öflug vitræn geta, áhrif á þróun sjálfstjórnunar; þegar unglingar öðlast skýrari mynd af sér sjálfum og umheiminum eiga þeir auðveldara með að líta til framtíðar og setja sér raunhæf markmið til lengri tíma sem samræmast sjálfsmynd þeirra. Að auki öðlast unglingar aukna þekkingu á sjálfum sér og umheiminum sem gerir þeim auðveldara að skipuleggja hugsun sína og hegðun en áður. Til dæmis veitist ung- lingum auðveldara að leggja mat á styrkleika sína og veikleika, svo sem í námi, en slík geta til að þekkja og fylgjast með eigin hegðun (e. self-monitoring) er lykilatriði í farsælli sjálfstjórnun (Baumeister o.fl., 2007). Sem dæmi má nefna ungling sem veit, af fenginni reynslu, að hann á erfitt með að læra staðreyndir utanbókar. Þegar kemur að mikilvægu prófi leggur hann því sérstaka áherslu á slíkan lærdóm, meðal annars með því að leita sér upplýsinga um góðar aðferðir til að festa upplýsingar í minni. Þessi stjórnun unglingsins er líkleg til að stuðla að betra gengi á prófinu. Ólíklegt er að yngra barn hafi til að bera slíkt innsæi og þekkingu á eigin hugsun og hegðun og geti beitt henni til að ná markmiðum sínum. Kröfur um aukna sjálfstjórnun aukast þegar komið er á unglingsaldur. Algengt er að nemendum á efsta stigi grunnskóla og í framhaldsskóla sé ætlað að beita aukinni sjálfstjórnun í námi, það er setja sér sjálfir markmið í námi, semja áætlun um hvernig markmiðinu verði náð, leita leiða til að ná því með minni stuðningi kennara en áður og taka aukna ábyrgð á því að þeir nái markmiðum sínum. Á sama tíma minnka
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.