Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 55

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 55
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 55 Hrönn pÁlmadÓttir og JÓHanna einarSdÓttir ekki félagslega viðurkennt að meiða önnur börn. Rannsóknir Johansson (1999, 2007, 2009) á siðvitund ungra barna hafa einmitt sýnt að það að gera rétt og sýna öðrum umhyggju eru mikilvæg gildi í leikskólanum. Jón virðist aftur á móti túlka umhyggju önnu sem möguleika á að ná tengslum við hana og fá hana í leik með boltann. Anna hafnar hugmynd hans og sýnir afstöðu sína með því að snúa sér frá honum. Viðbrögð önnu geta tengst því sem komið hefur í ljós í öðrum rannsóknum, að eldri leikfélagar séu eftirsóknarverðari en þeir sem yngri eru (Johansson, 1999, 2011b) og að börn velji fremur leikfélaga sem eru á líkum aldri og af sama kyni, fái þau að velja sjálf (ytter- hus, 2002). Jafnframt hefur verið bent á (Corsaro, 2003) hversu flókin samskipti ungra barna eru og að þau leitist við að halda þeim tengslum sem þau hafa þegar stofnað til og vernda samskiptasvæðið sem þau hafa helgað sér. Tjáning Jóns gefur til kynna að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum þegar Anna snýr sér frá honum. Hann hefur horft á samskipti telpnanna og býr þegar yfir reynslu af því hvernig eigi að gefa fyrirætlun sína um að hefja leik til kynna. Hann sýnir með líkamanum og leikefni að hann langar að leika við önnu og er það í samræmi við rannsóknir Corsaros (2003) með eldri börnum, þ.e. að börn noti gjarnan hluti eða vísi í tengsl í þeim tilgangi að komast inn í leik hjá öðrum. Þegar fyrirætlun Jóns gengur ekki eftir skotrar hann augum til rannsakanda. Í samskiptunum kemur í ljós að Jón hefur hæfni til að gefa sjónarmið sín skýrt til kynna en um leið tjáir hann bjargarleysi í leikaðstæðunum. Í kenningu Merleau-Pontys (1962, 1994) kemur fram að samskipti feli í sér margræðar tilfinningar, sem hér birtast annars vegar sem hæfni í samskiptum og hins vegar varnarleysi þegar fyrirætlun barnsins tekst ekki. Johansson og Emilson (2010) hafa bent á mikilvægi þess að beina sjónum að báðum hliðum í félagslegum samskiptum barna. Nauðsynlegt sé að viðurkenna að samskipti barna eru flókin og að börn geti verið varnarlaus og óörugg með stöðu sína og þátttöku innan barnahópsins. Að viðhalda leik Leikur barna krefst þess að þau noti fjölbreytt samskipti við ákveðnar kringumstæður. Það getur falist í því að bregðast við og útiloka utanaðkomandi áreiti sem barn upp- lifir að ógni núverandi samskiptum. Dæmið sem hér fer á eftir er úr sömu upptöku og hið fyrra. Anna og Sara hafa leikið sér saman með kerrurnar um stund. Jón hefur fylgst með þeim en Silla stendur skammt frá og handleikur bolta. Í myndbrotinu má sjá hvernig Anna reynir að halda leiknum við Söru áfram þegar hún sér að athafnir Sillu draga að sér athygli Söru og Jóns. Anna og Sara halda áfram að aka kerrunum fram og til baka. Jón klifrar og hossar sér á stólnum en horfir jafnframt í átt til telpnanna. Silla handleikur boltann annars staðar í stofunni. Nú horfa bæði Sara og Jón á hana. Anna rekur kerruna utan í fótinn á Jóni sem lítur á hana og er brugðið en Anna heldur leiknum áfram ásamt Söru. Jón gengur burt en horfir ásakandi á önnu. Silla, sem hafði fylgst með athöfnum barnanna, kemur til Jóns og strýkur honum um höfuðið en Anna horfir á. Jón gengur til kennarans sem tekur hann í fangið en setur hann skömmu síðar á gólfið í sitjandi stöðu og snýr líkama hans að telpunum. Jón stendur upp og gengur burt og Silla eltir hann með boltann í fanginu. Anna og Sara halda áfram að leika með kerrurnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.