Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 57

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 57
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 57 Hrönn pÁlmadÓttir og JÓHanna einarSdÓttir Að komast inn í leik Félagslegt samfélag barna byggist á að börn eigi samskipti hvert við annað þar sem þau koma sér á framfæri og öðlast jafnframt hlutdeild í heimi annarra. Börn þurfa að hafa á valdi sínu fjölbreytta færni til þess að koma inn í leik sem þegar er hafinn. Leikurinn kallar á að barnið aðlagi athafnir sínar bæði til að fullnægja eigin óskum og að vilja annarra (Frønes, 1994; Hundeide, 2003). Hér á eftir verður tekið dæmi úr upptöku þar sem sjónum er beint að samskiptum og leik tveggja telpna, Höllu (2,4) og Maríu (2,2). Leikurinn á sér stað í heimiliskrók en þar er fjölbreytt leikefni í hæð barnanna, svo sem eldavél, þvottavél, mjúkur sófi og tveir stólar. Auk þess eru þar dúkkur, vagnar með ábreiðum í og trékassi með ílátum undan matvælum og borðbúnaði úr plasti. Sjö börn eru í leikstofunni og sitja nokkur þeirra við há borð og púsla eða byggja úr kubbum. Fáein börn gera stuttan stans í heimiliskróknum meðan á upptöku stendur. Leikskólakennari situr á stól við gluggann og fylgist með því sem fram fer. Hún á samskipti við börnin þegar þau leita til hennar, til dæmis til að fá leikfang úr hillu eða þegar henni þykir ástæða til að blanda sér í samskipti barnanna. Halla er komin á undan Maríu í krókinn og byrjuð að leika sér með ábreiður. Athafnir hennar virðast hrífa Maríu sem reynir að koma fyrirætlunum sínum á framfæri og hafa áhrif á leik Höllu. Halla stendur fyrir framan sófa með lítið teppi og kodda í höndunum. María stendur við dyrnar inn í leikstofuna og fylgist með Höllu áður en hún gengur í áttina til hennar og segir hátt og skýrt: „Saman!”. Halla hallar líkama sínum yfir sófann og horfir á teppið. María stillir sér upp við hlið Höllu og horfir á sófann og teppið. Hún lyftir höndunum upp og segir með áherslu; „Svona, laga!“ Halla horfir áfram á teppið og stendur þétt upp við sófann. María horfir á teppið og setur hnén upp á sófann, reynir að leggjast niður og segir: „Sofa?“ Halla horfir á teppið og leggur það á sófann. María reynir að leggjast í sófann en Halla ýtir Maríu til hliðar og setur bæði hnén upp í sófann og segir: „Ég sofa.“ Á myndbandsbútnum má sjá hvernig telpurnar gefa afstöðu sína og fyrirætlanir til kynna með líkamanum auk orða og raddblæs sem þær nota til þess að leggja enn frekari áherslu á fyrirætlanir sínar. Athafnir Höllu með leikefnið virðast vekja áhuga Maríu og hún fylgist með Höllu úr fjarlægð áður en hún hefur tilraunir til þátttöku. Nálgun Maríu má líkja við það sem Corsaro (2003) hefur bent á, að börn noti ólíkar aðferðir til þess að komast inn í leik hvert hjá öðru. María notar óyrta inngöngu þar sem hún notar líkamann til að gefa fyrirætlun sína til kynna. Hún virðist lesa í líkams- tjáningu Höllu áður en hún reynir að mynda tengsl og skapa sameiginlegan grund- völl fyrir leik. María leggur áherslu á fyrirætlun sína með líkamstjáningu auk orðsins saman með styrk í röddinni. Halla lætur einnig afstöðu sína í ljós með líkamstjáningu og orðum. Hún horfir á leikefnið um leið og hún notar orðið ég og leggst í sófann. Merleau-Ponty (1962, 1994) bendir á að barnið beini frá upphafi athygli sinni að um- hverfinu og þannig myndi hið einstaklingslega og hið félagslega samfellda heild. Halla reynir að vernda rétt sinn á leikefninu og tillögur Maríu um að deila leikefni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.