Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 75

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 75
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 75 atli HarðarSon 2. Hvaða menntandi reynsla getur orðið til þess að markmiðin náist? 3. Hvernig er hægt að skipuleggja þessa menntandi reynslu með skilvirkum hætti? 4. Hvernig getum við ákvarðað hvort markmiðin hafa náðst? (Tyler, 1949, bls. 1) Fyrsta spurningin er hvaða menntamarkmiðum skólinn á að leitast við að ná. Tyler áleit að það væri ekki hægt að skipuleggja nám nema svara henni fyrst og að skipu- lagið yrði svo einhvern veginn leitt af markmiðunum. Hann lagði líka áherslu á að markmiðin ættu að lýsa því hvernig námið breytti nemendunum, en ekki til dæmis því hvað kennari gerði eða hvaða efni hann færi yfir (Tyler, 1949). Næsta kynslóð námskrárfræðinga þróaði hugmyndir Tylers um markmið sem aðalatriði í námskrá og útfærði í smáatriðum. Þekktustu fræðimennirnir í þessum hópi eru Bloom sem gaf út áhrifamikla handbók um námsmarkmið og flokkun þeirra (Bloom, 1956) og Taba sem skrifaði ítarlegt og yfirgripsmikið rit um námskrárgerð (Taba, 1962). Þau bjuggu og störfuðu í Bandaríkjunum eins og Bobbitt og Tyler, þótt Taba væri fædd og uppalin í Eistlandi. Hefðin sem Bobbitt, Tyler, Bloom og Taba mótuðu er enn sterk og áhrifamikil. Í yfir- litskafla um námskrárfræði sem einn af þekktari fræðimönnum samtímans á þessu sviði, Philip W. Jackson, ritaði er henni lýst sem ríkjandi meðal þeirra sem fara með yfirstjórn menntamála (Jackson, 1992). Skömmu síðar kom út merk bók eftir Richard A. Gibboney (1994) um sögu tilrauna til umbreytinga á bandarísku skólakerfi frá 1960 til 1990. Þar gerir hann grein fyrir því hvernig tæknihyggja og kerfishugsun í anda Bobbitts mótaði alla viðleitni yfirvalda til að breyta skólastarfi með þeim afleiðingum að flest sem átti að kallast umbætur orkaði meira til ills en góðs. Enn þann dag í dag birtist þessi hefð í opinberri stefnumótum um skólamál, til dæmis í handbók um hið svokallaða Bolognaferli (Karseth, 2006; Kennedy, Hyland og Ryan, 2006) sem og í áherslum á það sem á ensku kallast „outcomes based education“ (Elliott, 2007) og snúast um að skólastarf sé skipulagt út frá markmiðum sem lýst er nákvæmlega fyrir fram. (Ég veit ekki hvernig skást er að þýða þetta enska orðasamband á íslensku en ef til vill má fanga merkingu þess með því að tala um menntun sem er grundvölluð á útkomu eða niðurstöðu.) Hér á landi birtist þessi sama tæknihugsun í nýrri aðal- námskrá framhaldsskóla, þar sem gert er ráð fyrir að lýsing á námsáfanga sé ævinlega lýsing á markmiðum sem kveða á um hvað nemendur geta eða hvernig þeir verða að námi loknu. Undir lok síðustu aldar tengdist þessi áhersla á markmið gjarna kröfum um skilvirkni, mælanlegan árangur og árangurstengd framlög til skóla (Kelly, 2009). Kjarni þessarar hefðar, sem mótaðist í Bandaríkjunum og hefur áhrif í Evrópu um þessar mundir, meðal annars í gegnum Bolognaferlið, felst í eftirtöldum þremur eða fjórum áherslum: 1. Markmið eru ákveðin fyrst og af þeim skal ráðast hvaða námsefni er kennt og hvaða kennsluaðferðir notaðar. 2. Markmiðin tilgreina hvernig nemendur skulu breytast. Þau eru nemendamið- uð og segja ekki hvaða efni á að fara yfir heldur hvernig hæfni, geta, þekking, viðhorf, hugarfar eða ástand nemanda skal verða að námi loknu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.