Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 84

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 84
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201284 ný aðalnÁmSkrÁ og gömUl nÁmSkrÁrfræði má því segja að rök Schwabs beinist gegn rökhyggju um námskrár fremur en gegn því að setja umbótaviðleitni markmið. Hvað varðar ákvæði um að lýsing á hverjum áfanga tilgreini markmið má segja að rök Scwabs sýni að slík lýsing á markmiðum geti aldrei ákvarðað hvað skuli kennt eða hvernig því markmiðin hafi ekki merkingu nema innan samhengis þar sem gert er ráð fyrir einhverju námsefni og kennsluháttum. Ef inntak markmiðanna ræðst af þessum þáttum þá geta þeir ekki verið afleiðingar af markmiðunum. Þau eru sértekningar af stærri veruleika sem inniheldur heila menntahefð og án hennar eru þau innantóm orð. Gagnrýni Stenhouse vekur spurningar um hvort æskilegt sé að markmið stýri öllu skólastarfi. Rök hans útiloka ekki að heildarskipulag út frá markmiðum sé mögulegt. Ég held að hann hafi raunar óttast að það væri mögulegt og þess vegna verið í mun að rökstyðja að það væri ekki æskilegt. Ef rök hans standast getur ekki verið rétt að skipuleggja hvern námsáfanga út frá mælanlegri hæfni sem nemandi á að hafa að honum loknum vegna þess að þar með er reynt að fella í fastan ramma þá möguleika til þroska sem felast í góðu námsefni. Þessir möguleikar nýtast best þegar nemendur gera annað og meira en kennararnir væntu – fara út fyrir rammann. Það sem Stenhouse sagði um frelsi nemenda og mikilvægi þess að þeir menntist til að fara sínar eigin leiðir minnir okkur á að fara varlega í að skipuleggja menntakerfi til að móta næstu kynslóð og stjórna þankagangi hennar. Þótt okkur kunni að þykja grunnþættirnir góð og gild markmið er okkur hollt að vera minnug þess að þeir eru okkar stundar útsýn og ef menntun skilar árangri leiðir hún til þess að nemendur fá aðra útsýn, vonandi af hærri sjónarhóli en við höfum klifið. Svo virðist sem höfundar nýrrar aðalnámskrár framhaldsskóla séu fastir, að minnsta kosti með annan fótinn, í gamalli námskrárhefð sem rekja má til Bobbitts og Tylers og einkennist af tæknihyggju og viðleitni til að kerfisbinda nám og skipuleggja út frá markmiðum sem tilgreina hvernig nemendur verða eða hvað þeir geta að námi loknu. Þessi nýja námskrá er því afsprengi hefðar í námskrárfræðum sem hafði áhrif á stefnumótun í skólamálum og átti verulegt fylgi meðal menntunarfræðinga á síðustu öld þótt hún hafi stangast á við lífseiga skólahefð og menntastefnu í anda húmanisma og frjálsra lista. Sú menntastefna hefur mótað bóknám á framhaldsskólastigi hér á landi og víðar í langan tíma. Hvort hún lifir af innleiðingu nýju aðalnámskrárinnar mun tíminn leiða í ljós. Eftirmáli: ljóðið íþaka Eftir konstAntinos p. kAVAfis Mig langar til að ljúka þessu með svolitlum útúrdúr, sem er ljóð eftir Konstantinos P. Kavafis (1863–1933). Hann bjó í Alexandríu í Egyptalandi, orti á grísku og er talinn með helstu skáldum sinnar kynslóðar. Ljóð hans, sem hér fer á eftir, fjallar um ferð Ódysseifs heim til Íþöku eftir Trójustríðið og varpar, held ég, talsverðu ljósi á hug- myndir um markmiðsdrifið nám. Ferðalagið tók víst tíu ár og var ansi viðburðaríkt. Það hafði markmið. En það sem Ódysseifur lærði í ferðinni kom markmiðinu lítið við. Ljóðið vekur spurningar um hvort markmið sem við setjum ákvarði hvað nemendur læra í raun og veru. Það vekur líka spurningar um hvort viturlegt sé að óska þess að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.