Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 101

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 101
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 101 HJalti JÓn SveinSSon og rúnar SigÞÓrSSon sem ætla mætti – miðað við árangur á grunnskólaprófi – að ættu fyrir höndum að sigla tiltölulega lygnan sjó í gegnum framhaldsskólann hafa líka einstaklingsþarfir sem framhaldsskólinn þurfi að sinna, svo sem lestrarörðugleika og erfiðleika með stærð- fræði. Í umræðukaflanum er fjallað um þemu sem leidd eru af gögnunum í samræmi við meginþætti rannsóknarinnar. Þau eru: Tilfærsla milli skólastiga, trú á eigin getu og hvati til náms, námserfiðleikar og samskipti við foreldra og vini. Einnig er í kaflanum fjallað um aðgerðir VMA til varnar brotthvarfi. Tilfærslan á milli skólastiga og áfangakerfi framhaldsskólans Í niðurstöðum beggja rannsóknanna kom í ljós mikil samsvörun í svörum um það hvernig þátttakendum þótti að hefja nám í framhaldsskóla, hvað þeim fannst um móttökur og um líðan þeirra í skólanum. Undantekningarlaust þótti nemendunum spennandi að takast á við nýjar aðstæður á borð við mikinn fjölda nemenda og kenn- ara og stórt, framandi húsnæði. Þátttakendur í A-hópnum kváðust hafa litið á þetta sem nýtt upphaf eftir slakt gengi í grunnskólanum. Hjá flestum dofnaði þó áhuginn smám saman en aðrir notuðu tækifærið og tóku sig á í náminu. Í raun var þetta barn- ingur hjá átta þátttakendum af tíu. Samkvæmt niðurstöðum beggja rannsóknanna virðist VMA hafa staðið sig vel í því að taka á móti nýnemum. Hann býður þeim upp á ýmiss konar úrræði í því skyni að auðvelda þeim hin miklu umskipti sem verða við það að koma úr mun minni grunn- skólum með bekkjakerfi í fjölmennan framhaldsskóla með áfangakerfi. Tilfærsla nem- enda milli skólastiga virðist því í þessu tilliti ekki vera vandamál, eins og hún ella gæti verið ef ekki væri tekið sérstakt tillit til þessara tímamóta (Jindal-Snape, 2010). Í ljós kom nokkur munur á viðhorfum hópanna tveggja til áfangakerfisins. Nokkr- um í A-hópnum þótti það skipulag hafa átt illa við sig; þeir hefðu ekki tengst félags- lega og af þeim sökum verið einmana í skólanum, þótt þeir hefðu átt góða félaga þar. Vera kann að bekkjakerfi henti betur nemendum sem standa illa að vígi í námi við upphaf framhaldsskólagöngu sinnar. Þátttakendur B-hópsins voru aftur á móti allir sammála um kosti þess að vera í áfangakerfi og töldu að það hefði styrkt þá bæði í námi og félagslega. Þessar niður- stöður eru í samræmi við kenningar fræðimanna um að námslega sterkir nemendur eigi auðveldara með að laga sig að nýjum aðstæðum en á hinn bóginn þurfi sérstak- lega að huga að þörfum þeirra nemenda sem erfitt eiga uppdráttar í námi við til- færslu þeirra á milli skólastiga og huga að því hvernig þeir aðlagast áfangakerfinu (Adeyemo, 2010; Bandura, 1997; Kvalsund, 2000; Wigfield og Tonks, 2002). Hvað námslega þáttinn varðar höfðu flestir þátttakendur B-hópsins orð á því að þeim hefði þótt gott hvað námið fór hægt af stað þar eð talsverð upprifjun hefði verið á námsefni grunnskólans í kjarnagreinum. En Adam var ekki lengi í Paradís því að flestir höfðu þá sögu að segja að þeir hefðu orðið svolítið kærulausir af þessum sökum og einkunnir þeirra lækkað eftir fyrstu eða aðra önnina. Þeir hefðu búist við meiri áskorunum frá fyrsta degi. Á hinn bóginn kváðust þátttakendur hafa lært af reynslunni og tekið sig á. Þetta kemur heim og saman við niðurstöður ýmissa rann- sókna á þessum vettvangi; annars vegar um að margir nemendur lækki í einkunnum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.