Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 102

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 102
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012102 brottHvarf og nÁmSgengi nemenda í framHaldSSkÓla á þessum tímamótum (Galton o. fl., 2003) og hins vegar að trú nemenda á eigin getu eigi sinn þátt í því að þeir láti ekki bugast við mótlæti eða mistök heldur líti á þau sem áskorun til þess að taka sig á og gera betur (Bandura, 1997). Trú á eigin getu – nema í stærðfræði Eins og fyrr sagði kváðust átta af tíu þátttakendum í A-hópnum hafa haft afar tak- markaða trú á getu sinni þegar þeir komu í VMA á meðan allir í B-hópnum sögðust hafa verið vissir um eigin getu, að minnsta kosti hvað flestar námsgreinar varðaði. Athygli vakti að þótt allir í B-hópnum hefðu náð tilskildum einkunnum í grunnskóla til þess að komast inn á þær brautir sem þeir kusu sér í VMA hafði helmingurinn áhyggjur af stærðfræðinni þegar í upphafi. Sumir tóku svo djúpt í árinni að segja að eftir endurteknar, árangurslausar tilraunir til að ljúka byrjunaráfanga í stærðfræði væru þeir orðnir vantrúaðir á að þeir gætu nokkurn tíma lokið tilskildum eininga- fjölda í þeirri grein. Slakt gengi í stærðfræði er þannig ekki bundið við nemendur sem ekki hafa náð árangri í stærðfræði í grunnskóla. Upprifjun á námsefni grunnskólans í byrjunaráföngum í VMA virðist ekki koma að gagni og jafnvel ekki trú nemenda á eigin getu og þrautseigja við verkefni í öðrum námsgreinum. Í ljósi rannsóknarniður- staðna um úrslitaáhrif kennslu og forystu í skólum á námsgengi nemenda (Barber o.fl., 2010; Hayes o.fl., 2006) er ekki annað hægt en að draga þá ályktun að endurskoða beri bæði kennsluaðferðir og námsefni í byrjunaráföngum í stærðfræði í framhalds- skólum. Það er í samræmi við niðurstöður Kristínar Bjarnadóttur (2011) um gengi og viðhorf nemenda, inntak náms og kennsluhætti í STÆ 102. Skólum ber samkvæmt lögum að leitast við að koma til móts við nemendur og bjóða þeim nám við hæfi. Þar með er alls ekki sagt að draga þurfi úr stærðfræðikennslu. Námsörðugleikar – hvað gerir gæfumuninn? Níu af tíu þátttakendum A-hópsins höfðu átt við námsörðugleika að stríða alla sína skólagöngu. Í þeim efnum var oftast rætt um leshömlun, ofvirkni og athyglisbrest. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þessir þættir höfðu sett mark sitt á námsárangur og skólagöngu, meðal annars þeirra sex sem höfðu hætt námi. Einnig kom fram að þátt- takendur A-hópsins höfðu ekki leitað sér hjálpar eða nýtt sér þær bjargir sem í boði voru í VMA til þess að reyna að vinna með erfiðleika sína nema að mjög takmörkuðu leyti. Það kom óneitanlega nokkuð á óvart að fimm þátttakendur í B-hópnum kváðust einnig hafa átt við lestrarerfiðleika af einhverju tagi að stríða. Það sem einkum greindi þá frá þátttakendum A-hópsins voru samhljóða svör um að vegna þess að þeir gerðu sér grein fyrir þessum vanda hefðu þeir lagt þeim mun meira á sig við námið. Sá þátt- takandi sem náð hafði bestum námsárangri kvaðst vera mjög hæglæs og hann hefði aldrei lesið heila bók að eigin frumkvæði. Hann, eins og fleiri, kvaðst notfæra sér þær bjargir sem byðust og þá ekki síst hljóðbækur, sem mikið framboð væri af. Fram kom meðal þátttakenda beggja hópanna að þegar þessum úrræðum sleppti hefði ekki verið um aðra aðstoð að ræða við þá sem ættu við lestrarörðugleika að stríða. Það er í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.