Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 103

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 103
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 103 HJalti JÓn SveinSSon og rúnar SigÞÓrSSon samræmi við niðurstöður úttektar Svanhildar Kr. Sverrisdóttur o.fl. (2011) á íslensku- kennslu í átta framhaldsskólum. Þátttakendur B-hópsins lögðu hins vegar meira á sig til þess að hægur lestur til dæmis yrði þeim ekki fjötur um fót. Þessar niðurstöður eru í samræmi við ýmsar rannsóknir á úthaldi og þrautseigju unglinga í námi sínu; þeir sem hafi trú á eigin getu séu líklegri til þess að ryðja hindrunum úr vegi og laga sig að kröfum sem gerðar séu til þeirra hverju sinni (Adeyemo, 2010; Bandura, 1997). Þátttaka foreldra Áberandi munur var á niðurstöðum rannsókna á hópunum tveimur um þátttöku for- eldra í náminu. Þó að langflestir þátttakendur A-hópsins segðust hafa verið í góðu sambandi við foreldra sína sem fylgst hefðu með námi þeirra að einhverju marki, virtist hafa verið um fremur hlutlaus samskipti að ræða. Foreldrar þeirra virtust til dæmis ekki hafa reynt að hafa áhrif á það hvort þeir héldu áfram námi eða ekki, þó að undantekningar væru þar á. Þátttakendur B-hópsins höfðu langflestir orð á því að þeir hefðu fljótlega komist að því þegar þeir komu í VMA að til þess væri ætlast að þeir bæru ábyrgð á eigin námi. Þeir kunnu því vel enda vanir því úr grunnskóla, að kennarar hefðu „sífellt [verið] að klifa á því.“ Þrátt fyrir þetta kváðust allir þátttakendur B-hópsins hafa metið það mikils hvað foreldrar þeirra fylgdust vel með námi þeirra og voru iðnir við að veita þeim aðhald og hvetja þá áfram, auk þess sem sumir fengu umtalsverða aðstoð frá þeim. Nokkrir þátttakenda tóku svo til orða að þeir væru eflaust ekki lengur í skóla ef þáttur foreldra þeirra væri ekki jafn mikill og raun bar vitni. Þessi niðurstaða er í samræmi við niðurstöður ýmissa rannsókna, þar á meðal þeirra Sigrúnar Aðalbjarnardóttur og Kristjönu Stellu Blöndal (2005), um tengsl uppeldis- aðferða foreldra 14 ára unglinga og þess hvort þeir hefðu lokið framhaldsskóla við 22 ára aldur. Þar kom fram mikil fylgni milli stuðnings og hvatningar foreldra og hvaða líkur væru á því hvort börn þeirra lykju framhaldsskólanámi eða hyrfu frá því. Þetta er einnig í samræmi við ýmsar erlendar rannsóknir sem sýna fram á að góð tengsl við foreldra meðan á framhaldsskólanámi stendur hafa mikil áhrif á trú unglinga á eigin getu (Akos, 2010; Bandura, 1997). Í lögum um framhaldsskóla frá 2008 (Lög um framhaldsskóla nr. 92/2008) var í fyrsta sinn kveðið á um að í hverjum framhaldsskóla skyldi skipað foreldraráð til að tryggja þátttöku foreldra í skólastarfinu. Með tilkomu þessa má gera ráð fyrir að aukin áhersla verði lögð á hlut foreldra í náinni framtíð. Í góðum félagsskap Vinir eru taldir einn mikilvægasti þátturinn í lífi unglingsins og ýmsar rannsóknir benda til þess að á þessu æviskeiði geti svo farið að þeir verði honum jafnvel mikil- vægari en foreldrarnir (Akos, 2010; Harter, 1999; Schunk og Miller, 2002). Þá er talið að nemendur með trú á eigin getu séu líklegri til þess að velja sér duglega námsmenn sem vini (Bandura, 1997). Viðmælendur í A-hópi höfðu langflestir átt góða vini. Reyndar var það svo að viðfangsefni vinanna voru mismunandi eftir því hvort þátttakendur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.