Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 106
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012106
brottHvarf og nÁmSgengi nemenda í framHaldSSkÓla
svo bar undir. Vafalítið má finna áhugasama einstaklinga í nemendahópnum sem hafa
bæði færni, eins og í stærðfræði, og hæfileika til að veita félögum sínum leiðsögn ef
efnt yrði til skipulagðrar jafningjafræðslu. Það gæti komið sér vel fyrir þá sem eiga í
erfiðleikum með að tileinka sér námsefnið með hinni hefðbundnu kennslu.
Síðast en ekki síst undirstrika niðurstöður beggja þessara rannsókna mikilvægi
þess að unglingar hafi trú á eigin getu (Bandura, 1997; Schunk og Miller, 2002). Sé
hún til staðar eru meiri líkur á því en ella að þeir ljúki námi í framhaldsskóla. Af þeim
sökum skiptir miklu máli að bæði í grunnskóla og framhaldsskóla sé kappkostað að
koma til móts við alla nemendur þar sem þeir eru staddir, bæði í námi og ekki síður
hvað þennan þátt varðar.
Brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum er ljóður á íslensku skólastarfi. Brýnt er
að úr verði bætt og hér hefur verið leitast við að benda á nokkra þætti sem gætu
orðið til þess að skapa umræðu í framhaldsskólum og á opinberum vettvangi um
góða kennsluhætti og skólabrag og aðgerðir til að þróa hvort tveggja. Jafnframt er rétt
að ítreka að þörf er á frekari rannsóknum á þessum vettvangi. Markmiðið er að stuðla
að því að þeim nemendum fjölgi sem líður vel í skólanum og ná settu marki. Það er
vissulega góð byrjun að skapa umræðu en til lítils eitt og sér ef aðgerðir fylgja ekki á
eftir.
AthugAsEmdir
1 Enska hugtakið self-efficacy hefur verið þýtt á íslensku á margvíslegan hátt, til
dæmis sem trú á eigin dug, færni eða getu. Í fyrri grein um VMA-rannsóknirnar
(Hjalti Jón Sveinsson og Börkur Hansen, 2010) var notað trú á eigin færni en nú er
notað trú á eigin getu til að samræma hugtakanotkun í tímaritinu.
2 Fyrri höfundur greinarinnar er nefndur rannsakandi hér. Hann tók viðtölin og lagði
grunn að greiningu gagna og túlkun en höfundar unnu saman að framsetningu
niðurstaðna, endanlegri túlkun og umræðum í greininni.
hEimildir
Adeyemo, D. A. (2010). Educational transition and emotional intelligence. Í D. Jindal-
Snape (ritstjóri), Educational transitions: Moving stories from around the world (bls.
33–50). New york: Routledge.
Ainscow, M. og Miles, S. (2008). Making education for all inclusive: Where next?
Prospects, 38(1), 15–34.
Akos, P. (2010). Moving through elementary, middle, and high schools: The primary
to secondary shifts in the United States. Í D. Jindal-Snape (ritstjóri), Educational
transitions: Moving stories from around the world (bls. 125–142). New york: Routledge.
Bandura, A. (1997). Self-efficacy: The exercise of control. New york: W. H. Freeman.
Barber, M., Whelan, F. og Clark, M. (2010). Capturing the leadership premium: How the
world‘s top school systems are building leadership capacity for the future. McKinsey.