Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 119

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 119
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 119 gUðrún alda HarðardÓttir og kriStJÁn kriStJÁnSSon trúar á eigin getu og áhrifa hennar. Síðar verður vikið að almennum vanköntum hefð- bundinna sjálfsmælinga; en nú er orðið tímabært að víkja sögunni inn í leikskólann. trú á Eigin gEtu á VEttVAngi lEikskólAns Það er enginn hörgull á rannsóknum á trú á eigin getu í skólum almennt, nánar til- tekið frá grunnskólum og upp úr. Svo að íslenskt dæmi sé tekið má nefna rannsókn Ragnhildar Bjarnadóttur (2002) á trú 13–15 ára unglinga á eigin getu til að ná árangri í námi, en samkvæmt henni er sú trú háð samspili við félagslegar aðstæður. Mikilvægi hæfninnar felst þannig annars vegar í því að ná árangri í því sem gert er og hins vegar í hæfni í félagslegum samskiptum. Mikið hefur einnig verið skrifað um trú kennara á eigin getu og „smitunaráhrif“ hennar á nemendur; en slíkar rannsóknir hófust um miðjan áttunda áratug 20. aldar með vinnu RAND-stofnunarinnar. Niðurstöður rannsóknanna eiga það sammerkt að trú á eigin getu er talin vera lykill að velgengni kennara í starfi (Bandura, 1995, 1997; Flammer, 1995; Komlodi, 2007; Moritz, Feltz, Fahrbach og Mack, 2000; Schneewind, 1995; Zimmerman, 1995). Rannsóknir sýna einnig að jákvæður en um leið krefjandi skólastaðblær hefur bætandi áhrif á trú kennara á eigin getu. Trú kennara á eigin getu er síðan áhrifavaldur á trú nemenda þeirra á eigin getu (Nichols og Zhang, 2011; Oettingen, 1995; Tschannen-Moran og Johnson, 2011; Ware og Kitsantas, 2007). Auk rannsókna á trú einstakra kennara á eigin getu má hér einnig nefna rannsóknir á því sem kallað hefur verið á ensku „collective teacher efficacy“ – samtrausti kennara – en ein slík er einmitt í gangi á Íslandi um þessar mundir, „EmergeCTE“ (í. samGETA) (Allyson Macdonald, Auður Pálsdóttir, Svava Pétursdóttir, Svanborg R. Jónsdóttir og Almar Halldórsson, 2010). Þrátt fyrir urmul rannsókna um efnið hafa fæstar þeirra einblínt á leikskólastarf eða leikskólakennara (Kim og Kim, 2010; Komlodi, 2007) og enn meiri hörgull er á rann- sóknum á trú leikskólabarna á eigin getu. Simona Horáková-Hoskovcová (2006) furðar sig á þessum skorti, hann sé ekki síst undarlegur í ljósi þess að alllangt sé síðan Bandura (1995, 1997) hafi fjallað um mikilvægi þess að huga að trú ungra barna á eigin getu. En Bandura bendir einnig á að slíkar rannsóknir geti reynst aðferðafræðilega erfiðar, ekki síst vegna málþroska barna á leikskólaaldri. Ætla má að helsti dragbíturinn á að rannsóknir á trú leikskólabarna á eigin getu, í anda kenningar Bandura, hafi rutt sér til rúms sé einmitt þessi: Ekki er hægt að beita hefðbundnum sjálfsmatstækjum til að leggja mat á trú barnanna á eigin getu. Í næsta kafla greinarinnar verður stungið upp á leiðum framhjá þessum vanda; en fyrst er rétt að fara nokkrum orðum um líklegt notagildi þess að sinna slíkum rannsóknum. Rannsóknin sem hér verður kynnt á eftir var gerð í leikskóla þar sem starfað er í anda rómaðs leikskólastarfs í bænum Reggio Emilia á Norður-Ítalíu. Loris Malaguzzi, frumkvöðull slíks leikskólastarfs, lagði áherslu á rétt barna til virkrar þátttöku og til að taka ákvarðanir um eigið nám (Hoyuelos, í prentun; Moestrup og Eskesen, 2004). Þó að leikskólar hér á landi hafi starfað í þessum anda eru enn ekki til margar rannsóknir á leikskólastarfi í anda Reggio Emilia við íslenskar aðstæður, hvað þá að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.