Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 125
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 125
gUðrún alda HarðardÓttir og kriStJÁn kriStJÁnSSon
En af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá, eins og segir í málshættinum, og því eru bestu
rökin fyrir gildi aðferðarinnar þau að taka dæmi um hvernig hægt er að nota hana.
Í hnotskurn má segja að hér að framan hafi verið færð rök fyrir því að hægt sé að
hanna mælitæki til að aðgerðabinda (Guðrún Árnadóttir, 2003) hugtakið „trú einstak-
linga á eigin getu“. Þetta mætti gera með því að hanna flokkunarkerfi byggt á hug-
myndum Horáková-Hoskovcová (2006) sem yrði notað til að mæla hugtakið og beita
aðferð uppeldisfræðilegra skráninga til gagnaöflunar á iðju einstaklinga í eðlilegum
aðstæðum.
dæmi um gAgnAgrEiningu úr doktorsVErkEfni
fyrri hÖfundAr
Í doktorsrannsókn fyrri höfundar var fylgst með börnum í sínu eðlilega umhverfi í
almennu leikskólastarfi í þéttbýli á Íslandi (höfuðborgarsvæðinu) yfir eitt skólaár,
2004–2005. Í viðkomandi leikskóla voru þá um 60 börn á aldrinum átján mánaða til
fimm ára og um tuttugu starfsmenn, þar af átta leikskólakennarar. Rannsóknargögn-
um var safnað við sem eðlilegastar aðstæður þátttakenda og reynt að öðlast skilning á
þeim og komast að innsta kjarna reynslu þeirra og upplifana. Rannsóknin samanstóð
af þátttökuathugunum, gögnum sem safnað var með aðferðum uppeldisfræðilegrar
skráningar, dagbókarskrifum og viðtölum. Rannsóknargögnin í heild eru sautján
þátttökuathuganir, sjö einstaklingsviðtöl, 22 heimsóknir í leikskólann (dagbók), 23
hópsamræður eða fundir starfsfólks, tvær samræður barna og uppeldisfræðilegar
skráningar með 1350 ljósmyndum. Hér á eftir verður tekið dæmi um hvernig nýta
mætti gögnin til greiningar á trú leikskólabarna á eigin getu, með því að rýna í fjórar
þátttökuathuganir gerðar í október 2004; fyrstu þrjú dæmin eru af samverustund þar
sem nær öll börn og starfsfólk leikskólans voru saman og fjórða dæmið er af tón-
listarstund nokkurra barna og starfsfólks. Dagbók rannsakanda var einnig höfð til
hliðsjónar. öllum nöfnum einstaklinga hefur verið breytt og gætt var ýtrustu varúðar
eins og ber að gera í rannsóknum, ekki síst þar sem ung börn eiga í hlut. Rannsakandi
þarf að huga að þeirri félagslegu ábyrgð sem í rannsóknarvinnu með fólki felst, til
að mynda að virða einkalíf þátttakenda (Sigurður Kristinsson, 2003); hér er verið að
skoða leikskólastarf sem er stór hluti daglegs lífs barnanna.
Við greiningu rannsóknargagnanna, í þeim hluta rannsóknarinnar sem hér er til
umræðu, var tveimur viðmiðunum beitt. Annars vegar var miðað við fjórar stoðir
trúar á eigin getu samkvæmt kenningu Bandura (1997): fyrri reynslu, fyrirmyndir,
hvatningu og líðan. Hins vegar voru notaðir fjórir viðmiðunarþættir Horáková-Hos-
kovcová (2006) við að greina að barn hafi í raun trú á eigin getu. Það er þegar barnið:
1) gengur jákvætt til verksins, 2) virðist hafa þá tilfinningu að ráða við aðstæður,
3) býst við jákvæðri útkomu eigin framkvæmda og 4) sýnir viðleitni til að sigrast á
erfiðleikum.