Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 141

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 141
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 141 gUðrún geirSdÓttir viðhalda mörkum (e. boundaries) milli hópa (t.d. kynja, stétta og kynþátta) en stýring vísar til samþykktra samskipta innan hvers flokks eða heildar (Bernstein, 2000). Bernstein notar hugtakið flokkun til að útskýra frekar tengsl milli flokka þar sem flokkur (e. category) getur vísað til hópa jafnt sem starfsemi af einhverju tagi. Sam- kvæmt Bernstein felst sérstaða hvers flokks ekki í sérstakri innri uppbyggingu hans heldur verður hún til við greiningu hans frá öðrum (dæmi: sérstöðu kvenna sem flokks er þannig ekki hægt að skilgreina nema út frá tengslum þeirra við flokkinn karlar). Flokkun vísar því til tengslanna milli flokka eða heilda og þess þýðingarmikla svæðis sem afmarkar einn flokk frá öðrum. Það er þessi afmörkun flokka sem ræður úrslitum um flæði orðræðu milli þeirra og það flæði – eða réttara sagt skortur á því flæði, þögnin – er merki um valdastöðu flokka. Flokkun getur verið sterk eða veik eftir því hversu mikil afmörkun flokkanna er. Sterk flokkun (C+)¹ lýsir aðstæðum þar sem afmörkun flokka eða eininga er mikil, flæði orðræðu er takmarkað og hver flokkur hefur sérstaka ímynd (e. identity), þ.e. telur sig vera ólíkan öllum öðrum. Veik flokkun (C–) vísar hins vegar til aðstæðna þar sem flokkarnir eru ekki eins skýrt afmarkaðir hver frá öðrum og sérstaða flokksins er síður skýr. Bernstein bendir á eðlisfræði sem dæmi um háskólagrein með sterka flokkun. Greinin ber með sér sterka orðræðu, þ.e. sú þekking sem greinin fjallar um er skýrt afmörkuð frá sviðum annarra greina og almenn sátt ríkir um það hvað telst vera eðlisfræði og hvað ekki (Bernstein, 2000). Aðrar greinar, t.d. atvinnulífsfræði eða kynjafræði, hafa veika flokkun, þ.e. ekki er endilega ljóst hvað fellur undir þekkingarsvið þeirra greina og hvað skilur þær frá skyldum háskólagreinum. Þar sem afmörkun flokka er til marks um vald myndi eðlis- fræði flokkast undir valdamikla háskólagrein en hinar tvær teljast vera valdaminni. Hugtakið umgerð byggist, eins og fyrr segir, á hugmyndum Bernsteins um stýringu sem hann nýtir til að greina ólíka samskiptahætti í uppeldis- og kennsluaðstæðum (e. pedagogic practice) í sinni víðustu merkingu. Hugtakið umgerð snýst um að skil- greina hver ræður hverju í þeim samskiptum. Þó hugtakinu umgerð sé hér (og oftast) beitt á hefðbundið skólaumhverfi vísar það til samskipta af öllu tagi, t.d. samskipta læknis og sjúklings. Það vísar til þess hversu mikla stjórn kennarar og nemendur hafa á vali og skipulagi þekkingar svo og hraða yfirferðar (Bernstein, 1971). Þar sem um- gerð er sterk (F+) er það kennarinn sem stýrir kennslu og samskiptum í skólastofunni. Hann ræður vali inntaks, skipulagi kennslunnar, samskiptum og metur það hvaða þekking telst viðurkennd. Veik umgerð (F–) lýsir aftur á móti samskiptum eða skóla- starfi þar sem nemendur virðast hafa meira um eigið nám að segja og fá að ráða því að einhverju leyti við hvað þeir fást, hvenær og/eða hvernig. Samkvæmt Bernstein er hægt að greina tvenns konar regluverk (e. systems of rules) sem stjórnast af umgerðinni. Fyrra regluverkið nær til þeirra samskipta sem eiga sér stað í uppeldi og kennslu og væntinga um framkomu og hegðun. Þetta regluverk kallar Bernstein stýrandi orðræðu (e. regulative discourse). Stýrandi orðræða ber með sér þær reglur sem gilda í viðkomandi uppeldisaðstæðum um hegðun og framkomu, venjur og gildismat svo og viðurkennda mannkosti. Hitt regluverkið snýr að þekk- ingu, vali hennar, niðurröðun, hraða yfirferðar og viðmiðum um það sem telst gild þekking. Þessar reglur kallar Bernstein kennsluorðræðu (e. instructional discourse) og er hún ætíð háð þeirri stýrandi (Bernstein, 2000).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.