Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 156
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012156
HlUtverk HÁSkÓlakennara í nÁmSkrÁrgerð
iðnaðarverkfræði hvað varðar fyrstu námskeiðin á námsbrautinni en þegar líður á fara
kennarar að nýta bæði eigin reynslu og sérþekkingu svo og tengsl sín við vettvang
við skipulag og kennslu námskeiða þannig að flokkun þekkingar innan greinarinnar
veikist. Kennarar í mannfræði telja það í hæsta máta eðlilegt að þeirra sjónarmið og
áherslur ráði ferðinni við val á námsefni í námskeiðum, jafnvel í inngangsnámskeiðum
þar sem telja má líklegt að flokkun þekkingar sé hvað sterkust.
Í rannsókninni var hugtökum Bernsteins jafnframt beitt til að greina skipulag ein-
stakra skora og ólíka samskiptahætti innan þeirra. Samspil þess skipulags sem ein-
kennir hverja skor og þeirrar stýrandi orðræðu sem þar má greina hefur áhrif á hvernig
staðið er að námskrárgerð og ræður því t.d. möguleikum kennara á samvinnu um
námskrá og hefur þannig veruleg áhrif á möguleika námskrárþróunar í greinunum.
Í eðlisfræðiskor er lögð áhersla á sjálfstæði kennara og umræður um námskrá eru
sjaldgæfar. Ef haft er í huga að skorin ber sterk einkenni samsafnaðs skipulags (þar
sem umgerð er sterk og hver og einn fæst við sitt án afskipta) er slíkt ekki skrítið.
Kennarar sjá lítinn mun á staðbundinni námskrá sinnar greinar og alheimsnámskrá
eðlisfræðinnar sem þeir vilja fyrst og fremst miða sig við. Það er því í raun fátt sem
þarf að ræða.
Í upphafi rannsóknarinnar var skipulag mannfræðiskorar samsafnað eins og
í eðlisfræði og umræður um námskrá og kennsluhætti voru fátíðar. Á rannsóknar-
tímanum breyttust hins vegar viðhorfin innan skorarinnar og kallað var eftir auknu
samstarfi meðal kennara svo og auknu samstarfi við vettvang og það veikti flokkun
skipulagsins. Lárétt skipulag námskrár og veik flokkun viðmiða um gilda þekkingu í
mannfræði gaf kennurum möguleika á að breyta samskiptaháttum innan skorarinnar
og auka samskipti kennara og umræðu um námskrá og kennslu og breytti þar með
skipulagi skorarinnar úr samsöfnuðu í átt að aukinni samþættingu.
Skipulag véla- og iðnaðarverkfræðiskorar telst vera samþætt þar sem samskipti
milli kennara eru mikil og umræður um námskrá eru tíðar. Tengsl við vettvang og
krafa um að greinin þjóni vettvangi sínum gera það líka að verkum að flokkun grein-
arinnar er veik og því auðveldara að taka nýjar námskrárhugmyndir til umræðu.
Eins og sjá má af framangreindu sýnir greining á ólíku skipulagi skora svo og á upp-
eldislegri orðræðu ólíkra háskólagreina að kennarar greina telja sig standa misjafn-
lega að vígi hvað varðar ákvarðanavald í námskrárgerð. Sú niðurstaða er mikilvæg og
afar gagnleg þeim sem starfa að skólaþróun og vilja hafa áhrif á þróun kennsluhátta á
háskólastigi. Greiningin sýnir vel hversu mismóttækilegar námskrár greinanna eru
fyrir breytingum. Á meðan veik flokkun mannfræði og véla- og iðnaðarverkfræði gerir
þær greinar opnari og jafnvel viðkvæmari fyrir ytri áhrifum og kröfum um breytingar
gefur skipulag þessara skora um leið möguleika á umræðum og samstarfi kennara
sem oft er talið forsenda skólaþróunar (Fullan, 2001; Parker, 2003). Greining sem þessi
dregur úr hættunni á að þeir sem eru í forsvari fyrir þróun kennsluhátta falli í þá
gryfju að reyna að láta eitt yfir alla ganga án tillits til ólíkrar uppeldislegar orðræðu
háskólagreina. Slíkar tilraunir hafa yfirleitt verið dæmdar til að mistakast (Merton,
Froyd, Clark og Richardson, 2009). Niðurstöður rannsóknarinnar benda líka á mikil-
vægi þess að skoða nám og kennslu sem hluta af háskólagrein en ekki sem einangruð
fyrirbæri, slitin úr samhengi við greinabundið umhverfi, eins og oft má sjá í umræðu