Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 156

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 156
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012156 HlUtverk HÁSkÓlakennara í nÁmSkrÁrgerð iðnaðarverkfræði hvað varðar fyrstu námskeiðin á námsbrautinni en þegar líður á fara kennarar að nýta bæði eigin reynslu og sérþekkingu svo og tengsl sín við vettvang við skipulag og kennslu námskeiða þannig að flokkun þekkingar innan greinarinnar veikist. Kennarar í mannfræði telja það í hæsta máta eðlilegt að þeirra sjónarmið og áherslur ráði ferðinni við val á námsefni í námskeiðum, jafnvel í inngangsnámskeiðum þar sem telja má líklegt að flokkun þekkingar sé hvað sterkust. Í rannsókninni var hugtökum Bernsteins jafnframt beitt til að greina skipulag ein- stakra skora og ólíka samskiptahætti innan þeirra. Samspil þess skipulags sem ein- kennir hverja skor og þeirrar stýrandi orðræðu sem þar má greina hefur áhrif á hvernig staðið er að námskrárgerð og ræður því t.d. möguleikum kennara á samvinnu um námskrá og hefur þannig veruleg áhrif á möguleika námskrárþróunar í greinunum. Í eðlisfræðiskor er lögð áhersla á sjálfstæði kennara og umræður um námskrá eru sjaldgæfar. Ef haft er í huga að skorin ber sterk einkenni samsafnaðs skipulags (þar sem umgerð er sterk og hver og einn fæst við sitt án afskipta) er slíkt ekki skrítið. Kennarar sjá lítinn mun á staðbundinni námskrá sinnar greinar og alheimsnámskrá eðlisfræðinnar sem þeir vilja fyrst og fremst miða sig við. Það er því í raun fátt sem þarf að ræða. Í upphafi rannsóknarinnar var skipulag mannfræðiskorar samsafnað eins og í eðlisfræði og umræður um námskrá og kennsluhætti voru fátíðar. Á rannsóknar- tímanum breyttust hins vegar viðhorfin innan skorarinnar og kallað var eftir auknu samstarfi meðal kennara svo og auknu samstarfi við vettvang og það veikti flokkun skipulagsins. Lárétt skipulag námskrár og veik flokkun viðmiða um gilda þekkingu í mannfræði gaf kennurum möguleika á að breyta samskiptaháttum innan skorarinnar og auka samskipti kennara og umræðu um námskrá og kennslu og breytti þar með skipulagi skorarinnar úr samsöfnuðu í átt að aukinni samþættingu. Skipulag véla- og iðnaðarverkfræðiskorar telst vera samþætt þar sem samskipti milli kennara eru mikil og umræður um námskrá eru tíðar. Tengsl við vettvang og krafa um að greinin þjóni vettvangi sínum gera það líka að verkum að flokkun grein- arinnar er veik og því auðveldara að taka nýjar námskrárhugmyndir til umræðu. Eins og sjá má af framangreindu sýnir greining á ólíku skipulagi skora svo og á upp- eldislegri orðræðu ólíkra háskólagreina að kennarar greina telja sig standa misjafn- lega að vígi hvað varðar ákvarðanavald í námskrárgerð. Sú niðurstaða er mikilvæg og afar gagnleg þeim sem starfa að skólaþróun og vilja hafa áhrif á þróun kennsluhátta á háskólastigi. Greiningin sýnir vel hversu mismóttækilegar námskrár greinanna eru fyrir breytingum. Á meðan veik flokkun mannfræði og véla- og iðnaðarverkfræði gerir þær greinar opnari og jafnvel viðkvæmari fyrir ytri áhrifum og kröfum um breytingar gefur skipulag þessara skora um leið möguleika á umræðum og samstarfi kennara sem oft er talið forsenda skólaþróunar (Fullan, 2001; Parker, 2003). Greining sem þessi dregur úr hættunni á að þeir sem eru í forsvari fyrir þróun kennsluhátta falli í þá gryfju að reyna að láta eitt yfir alla ganga án tillits til ólíkrar uppeldislegar orðræðu háskólagreina. Slíkar tilraunir hafa yfirleitt verið dæmdar til að mistakast (Merton, Froyd, Clark og Richardson, 2009). Niðurstöður rannsóknarinnar benda líka á mikil- vægi þess að skoða nám og kennslu sem hluta af háskólagrein en ekki sem einangruð fyrirbæri, slitin úr samhengi við greinabundið umhverfi, eins og oft má sjá í umræðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.