Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 182

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Síða 182
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012182 nÁmSkrÁ í HeilSUrækt sjónarhorni en á ekki að vera eitt af meginmarkmiðum greinarinnar. Framsetning á hæfniviðmiðunum og lokamarkmiðum er ekki nægilega vel ígrunduð. Það kom vel fram hjá starfandi íþróttakennurum á fundi í Ingunnarskóla 14. ágúst á þessu ári þar sem námskrárdrögin voru kynnt. Þar var bent á viðmið sem ekki voru nægilega sann- færandi og í andstöðu við einn af grunnþáttunum sex, jafnrétti til náms. Þá er flokkun lokamarkmiða heldur ekki eins og best verður á kosið. Þeim þarf að breyta verulega með heilsutengd markmið að leiðarljósi. Það vantar hugsjónina í verkið til að grunnskólar geti blásið til sóknar í heilsu- uppeldi og að íþróttakennarar geti í ljósi fagmennsku sinnar lagt fram metnaðarfullar áætlanir um heilsueflandi grunnskóla. Í stað námskrár í íþróttum mætti kalla hið nýja gagn námskrá í heilsurækt eins og áður hefur komið fram. Orðið heilsurækt er í takti við þá vídd sem er að finna í almennum hluta aðalnámskrár, í takti við heilbrigðis- og vel- ferðarhugtakið í grunnþáttum menntunar og í takti við það sem vísindamenn á sviði lýðheilsu leggja til að hlúð verði að. lokAorð Í almennum hluta aðalnámskrár er víða vel að orði komist. Það er ánægjulegt að sjá grunnþætti menntunar setta fram á þennan hátt og ögra þannig námsgreinum til stefnumótunar. Drög að nýjum námskrám dansa eftir eigin höfði í stað þess að tengja sig við grunnþættina sex eins og ráðuneytið kallar eftir svo úr verði heilsteyptur flokkur námskráa. Endurvinna þarf námskrárdrög í skólaíþróttum frá grunni með markvissari tengingu við almenna hlutann og þá hugmyndafræði sem heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfið vilja sjá í komandi framtíð. Þá fyrst er sköpuð hugsjón og hugmynda- fræði fyrir starfandi kennara og skólakerfið í heild til að vinna eftir. Ábyrgð skóla á lýðheilsu þjóðar er gífurleg. Tækifærin eru einnig óþrjótandi í ljósi breyttra tíma, nýrrar tækni og nýsköpunar. Skólakerfi landsins á að byggja upp og hlúa að lýðheilsu Íslendinga með umgjörð sem eflir heilsu einstaklingsins í samfélagi við aðra. Þar eiga sérfræðingar að vera íþróttakennarar eða kennaramenntaðir íþrótta- fræðingar með fjölþætta menntun að baki. Það þarf að opna augun fyrir fjölþættum möguleikum heilsuuppeldis, færa þau til bókar með nýrri nálgun og samþættingu við grunnþætti menntunar og aðrar námsgreinar. Ekki síst þarf að auka til muna líkamlega virkni nemenda í grunnskólum og gera kennsluna í skólunum aflvaka nýrra leiða í heilsurækt og forvörnum. Rannsóknir Kibbe og félaga (Kibbe o.fl., 2011) sýna að aukin samþætting líkamlegrar virkni og almenns náms í grunnskóla ýtir undir einbeitingu og áhuga nemenda á öllu námi, sem aftur hjálpar nemendum að ná markmiðum um daglega hreyfingu og skólum að uppfylla stefnumarkandi kröfur um heilsuhreysti og velferð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.