Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 27
YARAHLUTIR FYRIR UTOPIUR
slíkra er Frankenstein, sem
birtist í skáldsögu Mary
Shelley, Frankenstein: Or, The
Modem Prometheus, sem kom
fyrst út árið 1818, en var
endurútgefin í endurskoð-
aðri m\Tid 1831. Skáldsagan
gerist síðla á átjándu öld og
segir frá Frankenstein fjöl-
skyldunni, sem er svissnesk
og dæmd til að farast. Elsti
sonurinn, \lktor, sem er
læknanemi er upptekinn af
því að skapa líf. En þegar
skaparanum tekst að lífga
líkama samsettan úr líköm-
um manna og dýra blöskrar honum ljótleiki verunnar og hann neyðist til
að horfast í augu við athæfi sitt, sem er andstyggilegt guði og mönnum.
Skrýmshð sleppur og kemst til vitundar um sjálft sig, sköpun sína og
stöðu í mannlegu samfélagi. Það upplifir útskúfun og höfhun og ræðst á
fjölskyldu skapara síns og drepur yngri bróður hans. Frankenstein leitar
skrýmshð uppi til hefnda, en skrýmslið er honum yfirsterkara og fær
hann til að lofa að skapa handa sér konu. Þegar Frankenstein er hálfn-
aður með verkið fallast honum hendur \áð tilhugsunina um að saman
myndu þessi tvö skrýmsli eignast fleiri, og þannig yxi von bráðar upp
nýtt kyn, sem yrði sterkara mannkyninu og myndi eyða því. Ekki ógnar
honum síður sú hugmynd að kannski yrði konan alls ekki hrifin af tilætl-
uðum maka sínum, sem er heldur óffýnilegur, og sneri sér þess í stað að
æðri fegurð mennskra karla.12 Frankenstein hryllir svo við þessum til-
Úr Metropolis. Vél-María, skapari hennar og
hin raunvendega María. Rotavang er aðfara
að setja í gang græju sem yfirferir mynd Maríu
yfir á vél-kvendið í bakgrunni myndarinnar.
amsleifum og bjó til mann (sjá meira um hann síðar), Dr. Moreau er hinn útlægi
erfðafræðingur sem breytir dýrum í menn í nóvellunni Island of Dr. Moreau, eftir
H.G. Wells (1896) og Rotwang er hinn úfni vísindagaldramaður sem skapaði Vél-
Maríu í kvikmynd Fritz Lang, Metropolis (1927).
12 Þetta er nákvæmlega það sem gerist í kvikmyndunum, en þrátt fyrir að Frankenstein
hafi guggnað á því að skapa skrýmsh sínu brúður, hefur kvikmyndin ffamleitt þær í
hópum. Og undantekningarlítið hafa kvenskrýmslin minni áhuga á fýrirhuguðtim
maka sínum, en þeim mun meiri áhuga á öðrum karlmönnum, sérstaklega skapar-
anum sjálfum. Það er ekki laust við að brúður Frankensteins, eins og frúin er iðu-
25