Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 14
ARNIBERGMANN
svíkja sína velgjörðamenn um leið og af þeim
er litið. Farið er að reka sláturhús sem selja
mannakjöt. Samt á vonin sér enn liðsmenn í
þessum illa stað. Þeir eru að \tisu eklti í upp-
reisnarhug. En þessar manneskjur neita „að
verða eins og aðrir“. Þær leita úrræða og út-
göngu í góðvild, vináttu og ást - og í því að
reyna að bjarga bókum og minni mannsins,
skrá það sem yfir þau gengur. Sagan endar í
spumingu um það, hvort fimm réttlátir kom-
ist burt frá Sódómu, burt frá landi hinna síð-
ustu hluta og til þess hluta heimsins sem enn
er nokkurnveginn í lagi.
Sögukonan í þessu verki slær fram þessum orðum um tilgang firásagn-
ar sinnar: „Ef til vill varðar þessi spurning mestu: Hvað gerist þar sem
ekkert er, og hvort við getum lifað það aP‘.
Skáldsaga Pauls Auster er einmitt grimm ögrun við lesanda, sem hef-
ur vanist þeirri hugsun að alltaf sé von á meiru í dag en í gær, „more of
everything“. Um leið er slík framtíðarsaga höfð til að skoða heiminn
eins og hann er núna og hefur verið um skeið. „Land hinna síðustu
hluta“ er meðal annars borg í mnsátri þegar fólk brennir bókasöfriin til
að halda á sér hita og grípur til mannáts til að halda líftórunni, eins og
gerðist til dæmis í Leningrad í síðustu heimsstyrjöld. Alveldi hungurs og
grimmdar er okkur vel kunnugt af fangabúðalýsingum síðustu aldar.
Þetta helvíti Pauls Austers er h'ka Afríkuríki sem hrynja saman og þar
sem hver maður er á valdi þess flokks byssubófa sent á líðandi stundu
ræður hans byggðarlagi. Það er um leið örbirgðarhverfi í stórborgum
Indlands og fátækrahverfi í sæmilega ríkum löndum þar sem glæpagengi
fara sínu fram. Þetta skáldsöguland lýsir á sinn hátt hnignun Rússlands
á síðastliðnum áratug með styttri mannsævi, hruni framleiðslu og vís-
inda, útigangsbörnum og sárum skorti í heilum héruðum.
Lesandinn kannast við flest það sem er að finna í skáldsögu Austers -
en þær hliðstæður við veruleikann verða yfirþtTmandi í grimmd sinni
þegar þeim er öllum skipað saman í eitt kerfi. Land hinna síðustu hluta
er heimur sem er þegar til í brotum við hlið okkar í samtímanum. Þess-
Paul Auster. In the Countiy ofLast Things (Penguin, New York, 1988), bls. 29.