Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 108

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 108
GOTTSKALK Þ. JENSSON sem fjandmaðurinn standi utan ríkisins, er oftar um að ræða öfl innan ríkisins sem ekki hefur tekist að bæla og halda niðri. Það eru Ant- ígónurnar heima fyrir sem eru erfiðastar x iðfangs. Engin ástæða er held- ur til, sérstaklega ekki nú í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar, að halda utan við þessa mynd fjölþjóðlegum h,TÍrtækjum sem mörg hver eru orð- in svo umsvifamikil að þau lúta sömu lögmálum og ríki. Þau eru kannski hinar einu sönnu útópíur, þar sem þau eru í raun landlaus ríki. Pennateikning Cocteaus er kannski skýrasta táknið fyrir þann lestur sem Antígóna hefur fengið á tuttugustu öld, sem er bæði einfaldaður og hegelskur í eðli sínu. Það er eins og búið sé að tæma hið sértæka aþenska innihald úr verkinu og efdr standa einfaldar útlínur einhverrar frum- byggingar, strúktúrs, sem síðan má yfirfæra almennt \dir á baráttu ein- staklingsins við ríldð í sínu besta ástandi, útópíuna, undir hvaða for- merkjum sem hún starfar. Roland Barthes heldur þ\í fram að slík meðferð texta sé það sem skapi og skilgreini goðsögur. Fyrst er textinn eða táknið tæmt af merldngu og einfaldað þar til eftir stendur eitthvað sem hægt er að segja í einu orði, í þessu tilviki „útópía“, síðan er þetta einfaldaða innihald látið vísa til annars og myndar nýtt tákn sem þó stendur í djúpu en að mestu leyti ómeðvituðu samhengi við hið upphaf- lega tákn, textann Antígónu eftir Sófókles.12 Þannig stendur myndin af Antígónu og Kreoni fy’rir viðnám einstak- lingsins gegn ríkinu þegar það fer offari, ríkinu í sínu besta ástandi. I slíkum goðsögum er ríkið oftast steypt í mót miðaldra karls og borgar- inn/einstaklingurinn gerður að ungri stúlku. Dauði kvenmyndarinnar virðist þá óhjákvæmilegur og nauðsynleg aðgerð til þess að koma á nýjum skilningi á ríkinu eða endurreisa hinn hefðbundna skilning. I grísk-rómverskri goðafræði er dauði fagurrar prinsessu gjarnan forleik- ur eða eftirmáli styrjaldar eða pólitískra byltinga. T.d. þarf að fórna If- ígeníu í AIis til þess að vinda lægi og gríski herinn geti siglt til Tróju, og í lok sama stríðs verður að fórna Pólýxenu á gröf Akkillesar til þess að herinn geti siglt heim. I rómverskum goðsögum er dauði fagurrar konu undanfari mikilvægra breytinga í sögu og stjórnarháttum Rómar. Dauði Dídóar herðir Eneas í áformum sínum um stofnun Róinar, sjálfsmorð Lúcretíu eftir nauðgunina stappar stálinu í Brútus og félaga og réttlætir þá pólitísku aðgerð að reka síðasta konunginn, nauðgarann sjálfan, frá 12 Kenningin er sett fram í ritgerðinni „Le Mnhe aujourd’hui" („Goðsagan í dag“) sem kom út 1957; ensk þýðing í Barthes 1974, bls. 109-159. 106
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.