Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Side 151
UMGJÖRÐ UM STAÐLEYSU
hverjvim hinna mörgu heima, Ab A2, ... , sem ég get ímyndað mér teldu
skvmsemi gæddir íbúar betra að vera í heimi með mér frekar en stoftia
samtökin Aj’, A?’, ..., sem hafa alla sömu íbúa fyrir utan mig? Til að
komast að niðurstöðu getum við hugsað okkur öll möguleg samtök Ai’,
A?’, ..., eins og þau væru tdl nú þegar og velt fyrir okkur hvert þeirra
mundi taka við mér og á hvaða forsendum.
Engin samtök munu taka við mér ef það sem ég tek er meira en ég læt
í té: Samtökin munu ekki kjósa að hafa mig með ef þau tapa á því. Það
sem ég tek frá samtökum er ekki sama og það sem égfie ffá þeim. Það
sem ég tek er fiómarkostnaður þeirra fyrir að hafa mig. Það sem ég fæ
ræðst af því hvernig ég met aðild mína. Ef við segjum sem svo að hóp-
urinn sé algjörlega samhentur og að eitt nytjafall geti lýst lýst honum
(hér merldr Uy(x) nytjagildi x f\TÍr Y), munu samtökin A’ aðeins taka við
mér ef
UAi’ (taka við mér) > UAl’ (útiloka mig)
þ.e., UAl’ (vera í A,) > UAi’ (vera í A,’)
þ.e., (það sem íbúar í A’ græða á að hafa mig með) > (það sem þeir
fóma fyrir að hafa mig með í samtökunum).
Eg get ekki undir nokkrum kringumstæðum fengið það ffá samtökum
sem er öðmm íbúum meira virði en framlag mitt til þeirra.
Þarf ég að sætta mig við minna ffá nokkmm samtökum? Ef ein sam-
tök bjóða mér minna en þau græða á því að hafa mig með mundu önn-
ur samtök sem meta þátttöku mína jafn mikils og hin geta grætt á því að
bjóða mér meira en þau fyrmefndu (engu að síður minna en þau græða
á að hafa mig með) til að fá mig til sín ffekar en missa mig til hinna. Eins
með þriðju samtökin gagnvart hinum og svo framvegis. Það getur ekki
orðið neitt samkmll á milh samtaka um að halda mínum skerf í lágmarki
þar sem ég get ímyndað mér ótakmarkaðan fjölda annarra leiða inn á
markaðinn fyrir þátttöku mína og samtök munu bjóða í mig.
Hér virðumst við hafa dæmi um líkan hagfræðingsins af samkeppnis-
markaði. Þetta er ákaflega heppilegt þvi að þar með fáum við um leið að-
gang að vönduðum, nákvæmum og öflugum tækjum til greiningar og
kerfisbindingar. Rökleg gerð þeirra aðstæðna þegar mörg samtök keppa
nm aðild mína er alveg sú sama og þegar mörg fvTÍrtæki keppa um að
ráða mig í þjónustu sína. I báðum tilfellum fellur lágmarksframlag mér í
H9