Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 130

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 130
SUMARLIÐI R. ÍSLEIFSSON eotýpa); það má ef til vill kalla gagnmynd. Þetta er þó hreint ekki algilt eins og nefnt hefur verið hér að framan. I upphafi þessarar greinar var fjallað um lýsingu danskra blaðamanna sem komu í stutta heimsókn til Islands. Lýsingin bar einkum keim af þrennu, ofgnóttarsamfélagi, frjálsu samfélagi náttúrubama og tdirburðasamfélagi andans. Þessi málflutn- ingur er ekki nýr af nálinni, enda er frásögnin mjög í anda lýsinga sem urðu algengar með stórauknum ferðalögum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, en þær hafa gjarnan snúist um ofgnótt af öllu sem hugur- inn gimist, hvort sem um er að ræða mat, drykk, sól, sand eða „sex“. Fræðimaðurinn Alary Louise Pratt staðhæfir að þá hafi einmitt verið far- ið að „matreiða“ ýmsa ferðamannastaði á útópískan hátt og ráðandi hafi orðið „exoticist visions of plentitude and paradise“.33 Því má vel segja að ferðamannaiðnaðurinn hafi eflt stórlega þátt útópískra hugmynda í dag- legu lífi almennings í iðnvæddum hluta heimsins. Hinu er ekki að neita að umrædd frásögn Dananna á sér margar samsvaranir í eldri Is- landslýsingum, enda byggir hún á útópískum hugmynduni sein rekja má aftur í gráa fomeskju svo sem þegar hefur verið getið. Textinn í bæklingi Flugleiða er, eins og áður segir, skrifaður af dönsk- um blaðamönnum sem komu til landsins, væntanlega í boði félagsins, en hann er gefinn út af Flugleiðum, líklega með stuðningi Ferðamálaráðs. Hér birtist því ekki einungis mynd annarra af okkur, „heterostereotýpa“, heldur líka tiltekin sjálfsmynd eða „autostereotýpa“ sem hefar skýr út- ópísk einkenni. Annað dæmi um slíka mynd sem varla verður lengur greint hvort er „heterostereotýpa“ eða „autostereotýpa“ er hin opinbera ímynd þjóðarinnar, sú mynd sem birtist í áramóta- og 17.-júní ræðum ráðamanna. Sú mynd er skilgetið afk\-æmi útópíunnar um Hellas norð- ursins. I nýlegri grein í þýska tímaritinu Spiegel er fjallað um Island á þessum nótum og byggt á viðtölum \úð ýmsa þjóðkunna Islendinga. Þar er lögð áhersla á andlegt atgend þjóðarinnar. Hvergi miðað við höfða- tölu eru fleiri með stúdentspróf, hvergi fleiri töhnr og nettengingar, hvergi fleiri farsímar, hvergi gefnar út fleiri bækur, hvergi fara fleiri í leikhús eða óperu, hvergi ferðast fleiri til útlanda. Gallinn er að vísu sá að þetta er ekki alltaf ljóst erlendis, eins og einn tdðmælenda Spiegels tók ffarn, því að við erum ekki alltaf með í alþjóðlegum tölffæðiyfirlinun! En ekki er nóg með þetta. Islendingar eru heiinsveldi í bókmenntum, eins 33 Pratt, Mary Louise, ImperialEyes. Travel Writingand Transculturation, London 1992, bls. 221. 128
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.