Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 71
DAUÐI OG OTIMABÆR UPPRISA STAÐLEYSUNNAR
Æska, íþróttir, heilbrigði, nám,
vinna...
og ferskar rekstrarhugmyndir, liggur
styrkur fyrirtækja í frumleikanum öðru
fremur. Sá sigrar sem getur búið frum-
legustu hugmyndunum mest sannfær-
andi mælskuumgjörð og skáldað tækni-
lega útfærða viðskiptaáætlun. Þetta
stafar af því að væntingamar sjálfar em
skiptimyntin sem orðræðan þekkir og
viðurkennir. En hvenær era væntingarn-
ar ósvikin vara? Framtíðin er sérkenni-
leg verslunarvara því að hún er eðli
málsins samk\-ærnt ekki prófanleg. Þess-
vegna ættu væntingar að vekja heim-
spekilegar spurningar: Hverskonar
ffamtíð er verið að versla með? Er ein-
hver leið til að meta hugsunina sem
væntingamar em byggðar á? Hvenær er
hún gagnrýnin og ígrunduð og hvenær
er hún innantóm blekking?
Að staðleysu markaðar og heilsugæslu skuli spyrt saman er líka um-
deilanlegt. Við fyrstu sýn kann nefhilega að vera um alveg ósamrýman-
leg fyrirbæri að ræða. Heilsugæsla er á endanum félagslegt fyrirbæri og
einmitt þess vegna orkar teímælis að framfarir á sviði heilsugæslu séu
markaðssetjanleg afurð nema barninu sé þá fleygt með baðvaminu, það
er að segja að heilsugæsla sé svipt þessu félagslega eðli sínu. Þannig kann
markaðsstaðleysan að vera „dystópía“ heilsugæslunnar sem félagslegs
kerfis og öfugt. Markaðsleg not sem hægt er að hafa af erfðafræðilegum
upplýsingum em hugsanlega andstæð og vinna gegn þeim notum sem
hægt er að hafa af slíkum upplýsingum í félagslegu stuðningskerfi sem
miðar heilsugæslu við að hverjum einstaklingi sé þjónað með hagsmuni
hans eina að leiðarljósi.
Hver em tengsl hagnaðar, vísindalegs árangurs, félagslegra framfara
og stjómmála þegar öllu er á botninn hvolft? Það virðist að minnsta
kosti vera mjög hæpið að ganga út frá því að slíkir þættir hljóti allir að
vinna saman. Samt er ekki annað að sjá, svo dæmi sé tekið úr íslensku
samfélagi, en að stjórnvöld séu haldin þeirri blekkingu að allt vinni þetta
saman án togstreitu. Sú blekking kemur ffam nú síðast í fremur ein-
69