Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 87
STAÐLAUSIR STAÐIR
umar eru meðvituð tdlraun til að skapa heterótópísk svæði innan nútíma-
þjóðfélagsins, tækni til að valda brestum í sjálfsmynd viðstaddra og knýja
þá til að „umbylta lífsháttum sínum“43 með því að veita þeim innsýn í
aðra lífsskipan sem grundvallast á „leik41.44
Þessar hugmyndir bera sterkan keim af útópísku verkefni firamúr-
stefnuhóparma fyrr á öldinni, gjörningum sitúasjónista er ætlað að opna
nýja vídd eða skipan handan við borgaralega hugmyndaffæði og þjóð-
skipulag.45 Þegar aðstæðnahugtakinu bregður fyrir í fyrsta sinn í skrifum
hreyfmgarinnar er ennfremur lögð áhersla á að sköpun slíkra aðstæðna
„í fullkominni mynd þeirra [...] geti aðeins komið ffam eftír að hið borg-
aralega þjóðfélag, vömdreifingarkerfi þess og siðferðisgildi hafi horf-
ið44.46 Með svipuðum hætti setja félagar hreyfingarinnar ffam margvísleg
drög að útópísku borgarskipulagi framtíðar, þar sem bragðið er á leik
með hefðbundin útópíuminni. Viðamesta verkefnið af þessum toga var
„Hin nýja Babýlon“ efrir listamanninn Constant, æ\intýralegt landslag
sem höfundur þess lýsti sem „annarri borg fyrir annað líf‘.4, Hér átti
maðurinn að geta fullnýtt áskapaða hæfileika sína og svalað þeirri eðlis-
lægu þörf fyrir leik sem „fúnksjónafisminn [...] leitast við að útrýma“.48
„Hin nýja Babýlon“ er byggð á „lögmáli áttavillunnar“, hún er „risavax-
ið völundarhús [...] þar sem ekki er hægt að bera kennsl á neitt, allt er
uppgötvun, allt er breytilegt og ekkert getur þjónað sem kennileiri“, svo
vitnað sé í skilgreiningu Constants.49 Þótt borgin beri skýr merki útóp-
ískrar hugsunar þverbrýtur hún reglur hinnar útópísku borgarhefðar,
sem miðaði að sköpun fullkomins skipulags er auðveldaði íbúunum að
ná yfirsýn og komast leiða sirma. Borg Constants samanstendur annars
43 Intemationale sitnationniste (1997) bls. 699.
44 Mikilvægasta uppspretta hinna sitúasjónísku kenninga um „leikinn11 var rit Johans
Huizinga um „homo ludens“ frá árinu 1938. I því hélt hollenski sagnfræðingurinn
því fram að rætur menningarinnar sem slíkrar lægju í leiknum. Sjá: J. Huizinga
(1956).
45 Um evrópsku framúrstefhuhópana og verkefni þeirra hef ég ritað í inngangi að
textasafni með yfirlýsingum þeirra. Sjá: F. T. Marinetti o.fl. (2002) bls. 9-86.
46 Michéle Bemstein, M. Dahou, Véra og Gil J. Wolman. „La Ligne générale“. Potl-
atcb (1996) bls. 86-87.
47 Constant. „Une autre ville pour une autre vie“. Intemationale sitnationniste (1997)
bls. 105-108.
48 Höfundur ókunnur. „Problémes préliminaires á la construction d’une simation“.
lntemationale situationniste (1997) bls. 11-13, hér bls. 12.
49 Vitnað eftir S. Sadler (1998) bls. 143.
85