Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 51
EINRÆKTUN MANNA
Þá er sú stund þegar einstaklingamir hittust fyrst verðmæt vegna þess
sem á eftir kom. Að öðru leyti þarf stundin ekki að hafa neitt fram vfir
ýmis önnur kynni sem ekkert meira verður úr. Þannig er gemaður mik-
ilvægur tímapunktur í sögu hvers manns þegar hann lítur tdl baka, en því
er öðruvísi farið með fósturvísa sem aldrei ná þeim áfanga að festast í
leginu.
Gildi fóstun ísa er þá afstætt í þeim skilndngi að tdlheyra raunveruleg-
um hagsmunum sumra en ekki annarra. Gildi þeirra þarf ekki að vera
háð matd eigendanna sjálfra því þeim getur skjátlast þegar þeir meta
ekki þetta gildi fyrir sig. Það er þá mögulegt að komast að niðurstöðu
um það.
En hvert er gildi ávinningsins? Mér virðist að hafi líf manneskja gildi
í sjálfu sér þá hljótd heilsan, að svo miklu lejTÍ sem hún gerir okkur kleift
að fifa hfinu, að hafa gildi í sjálfri sér líka. Heilsa er vítt hugtak og hér
tala ég tun hana í strangasta skilningi, þ.e.a.s. þegar sjúkdómar eru það
alvarlegir að þeir annaðhvort ógna lífi manneskjunnar eða valda henni
óbærilegri þjáningu. Heilsu má nefnilega skoða annars vegar sem lífs-
gæði og hinsvegar sem nauðsynlega lífinu sjálfu og virðist mér gildi henn-
ar í hinum síðamefnda skilningi vera samofið gildi lífsins.13
Heilsa er verðmætd óháð mati og aðstæðum einstaklinganna hverju
sinni eins og fósturvísar virðast vera. Það verður ekki sagt um heilsuna
að hún hentd ekki í tdlteknum aðstæðum í lífinu eða að nærvem hennar
sé ekki óskað á þessari stundu. Það má því segja að manni skjátlist meti
hann ekki heilsuna í þessum skilningi. En það er ekki þar með sagt að
það séu ekki fleiri fyrirbæri í mannlífinu en heilsan sem hafa gildi í sjálfu
sér. Til að mynda þarf ekki að vera að manni skjátlist þegar hann metur
önnur verðmætd, svo sem ást eða vináttu, meira en heilsuna. Aleð því er
ekki endilega sagt að gildi þeirra getd verið mismikið, heldur að af jafn-
miklum verðmætum getur verið nauðs\mlegt í ljósi aðstæðna að for-
gangsraða. Forgangsröðunin er þá ekki framkvæmd með því að skírskota
13 Heilsu sem lífsgœði má ef til vill lýsa með þeim hætti að hún geri okkur kleift að
gera það sem við viljum gera í lífinu, vera atorkusöm og njóta þess sem lífið hefur
upp á að bjóða. Þegar við upplifum skort á slíkri heilsu (fáum t.d. flensu) óskum við
þess að endurheimta hana til að við getum gert hitt og þetta. Þegar skortur á heilsu
ógnar hinsvegar lífi manns eða veldur honum þjáningum má líta svo á að viðkom-
andi fari ekki fram á meira en aðeins að geta dregið lífsandann þjáningarlaust, burt-
séð ffá áformum um tilteknar athafnir. I þeim skilningi er hún nauðsynleg áffam-
haldandi lífi.
49