Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 81
STAÐLAUSIR STAÐIR
ingu og tilvísunargildi orðanna með því að láta þau „nema staðar við sjálf
sig“.19 Hún grefur undan vanabundinni setningagerð og leysir upp goð-
sagnir menningar okkar með því að víkja sér undan hefðbundnum tákn-
miðum þeirra. Heterótópían er tungumál sem dregur fram „framand-
leika annarrar hugsrmar“ og þar með „markalínur okkar eigin“.20 Þegar
Foucault leggur grunninn að „heterótópískri staðfræði“ sinni vakir því
fyrir honum að draga ffarn brestina í okkar eigin heimsmynd, að gera
veilumar sýnilegar í þeim reglukerfum sem binda niður umhverfi okkar.
Hann sér fyrir sér staðfræðilegt flokkunarkerfi sem er jafii heillandi og
handónýtt og kerfi Borges, hugsun sem ekld er lengur bundin í hugtaka-
net okkar heldur smýgur um möskva þess. I þessu er fólgin andútópísk
tregða, höfrum á þeim draumi að hægt sé að brjótast út úr hugsanakerfi
okkar og því tungumáli sem það er bundið í. Líkt og Foucault sýnir ffarn
á reynist sú speglun sem á sér stað í útópíunni, sem bregður upp mynd
af ímyndaðri andhverfu rýmis okkar og þekkingar, binda hana í rökvísi
nútímans: Utópían er neikvæð afleiða hennar. Olíkt útópíunni er heter-
ótópían ekki andhverfa þekkingar okkar, heldur mglingur hennar. I stað
þess að slíta sig frá hugsanakerfi okkar býður hún upp á leik þar sem
reglur þess era endurskilgreindar og jafnvel felldar úr gildi.
Eins og Dirk Hohnstráter bendir á í nýlegri grein, einkennist hug-
myndaffæði póstmódemismans ekki síst af andófi gegn módemískri
hugmyndafræði rofsins, draummun um að víkka sífellt út eða sprengja
þekkingarfræðilegan sjóndeildarhring okkar. Þess í stað koma ffam
margvíslegir Hfshættir og hugsanamynstur sem setja sig niður á þeim
jaðri sem hugsun nútímans þráði að komastyfir.21 Þessi póstmóderníska
tregða kemur skýrt ffam í grein Foucaults um hugtak „markarofsins“22
sem falla undir þessa flokkun, i) vitskert dýr, j) dýr sem teiknuð eru með smágerð-
um úlfaldahárspensli, k) ótal dýr, 1) o.s.frv., m) dýr sem eru nýbúin að mölva vams-
krukku, n) dýr sem úr mikilli fjarlægð líkjast flugum“.
19 M. Foucault (1966) bls. 10.
20 M. Foucault (1966) bls. 7.
21 Dirk Hohnstráter (1999) bls. 244.
22 ,„Markarof‘ er tibaun mín til að þýða hugtakið „transgression“, sem getur í senn
merkt „brot“ á lögum eða óskráðum reglum og rof á útmærum þekkingar okkar og
hugsunar. Sú umræða sem hér fýlgir afmarkast í grundvallaratriðum við það sem
nefiia mætti sögulegan skilning á hugtakinu, enda er tilgangur hennar fýrst og
ffemst að kanna gagnrýni póstmódemismans á markhyggju nútímans. Hér skal
skýrt tekið ffam að eftirfarandi greining á kenningum Foucaults um „markarofið“
felur í sér hróplega einföldun á hugmyndum hans. Það er von mín að mér takist að
79